Steinunn Þóra vill fund um aukin umsvif Bandaríkjahers

Steinunn_ThoraÍ ljósi fregna um að Bandaríkjaher áformi aukin umsvif á Íslandi hefur Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna og nefndarmaður VG í utanríkismálanefnd Alþingis, óskað eftir að utanríkismálanefnd verði kölluð saman til fundar svo fljótt sem auðið er. Í formlegri ósk sinni um tafarlausan fund í nefndinni segir Steinunn Þóra það afar mikilvægt að utanríkisráðherra verði kvaddur á þann fund til að útskýra málið fyrir nefndarmönnum.