Stjórnmál í sveit og borg – spjalltímar

 

Stjórnmálamenn VG stefna að víðtæku samtali við félaga í VG og allan almenning nú í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga. Opið hús er í höfuðstöðvunum á Hallveigarstöðum, þar sem verðandi og verandi sveitarstjórnarfulltrúar og þingmenn taka á móti gestum í kaffispjall.  Á Hallveigarstöðum eru spjallið frá 17 – 19.  Sami háttur verður hafður á víða um land, td. er opið hús í Brekkugötu sjö á Akureyri, alla miðvikudaga á milli klukkan 15.00 og 18.00. Þar er öllum velkomið að yfirheyra bæjarfulltrúa VG á Akureyri um pólitíkina framundan! Kosningaskrifstofur opnast svo ein af annarri og verður frá því greint sérstaklega, á kosningasíðunni x18.vg.is.

Í dag er opið hús á Akureyri, þar tekur Sóley Björk Stefánsdóttir, formaður sveitarstjórnarráðs á móti gestum, en á Hallveigarstöðum í Reykjavík verða Elín Oddný Sigurðardóttir, fulltrúi VG í borginni og 2. á lista fyrir borgarstjórnarkosningar, ásamt Lilju Rafneyju Magnúsdóttur.

OPNU HÚSIN eru á tveimur stöðum í dag.  MIÐVIKUDAG.