Sveitarstjórnarfulltrúar VG af V-listum.

Við kynnum sveitarstjórnarfulltrúa VG af listum V eða V og óháðra. Þeir eru átta talsins. Þrisvar sinnum fleiri félagar í VG eiga sæti í sveitarstjórnum eftir kosningarnar 26. maí, alls 24.   Nánar verður gerð grein fyrir þeim fulltrúum síðar, en þeir náðu kjöri á blönduðum listum, í persónukjöri eða af listum sem ekki vilja kenna sig við stjórnmálaflokka þótt einstaklingar á listunum geti verið félagar  ýmissa flokka. Fulltrúar V framboða sem kjöri náðu eru.

Reykjavík: Líf Magneudóttir.

Mosfellsbær: Bjarki Bjarnason.

Borgarbyggð: Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir og Sigríður Júlía Brynleifsdóttir.

Skagafjörður: Bjarni Jónsson og Álfhildur Leifsdóttir.

Akureyri: Sóley Björk Stefánsdóttir.

Norðurþing: Óli Halldórsson.