Fréttir

Svona er ekki unnið að því að skapa sátt

Þverpóli­tísk sátt

Þegar greinin er lesin nánar kemur betur í ljós hvað Þor­steinn á við er hann seg­ir: „En að öðru leyti hafa VG og Fram­sókn staðið fast eða jafn­vel fastar gegn kerf­is­breyt­ingum en Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn.“ Í grein­inni kemur hins vegar ekki fram hvar VG hefur sýnt meiri and­stöðu við kerf­is­breyt­ingar en ein­hver annar flokk­ur. Væri æski­legt að grein­ar­höf­undur útskýrði það við tæki­færi.

Nú vill svo til að grein­ar­höf­und­ur­inn er nú orðið einn af for­ystu­mönnum stjórn­mála­flokks­ins Við­reisnar og sem slíkur er hann for­maður þeirrar nefndar sem á að leita að sátt um fisk­veiði­auð­lind­ina og ég sit sem full­trúi Vinstri grænna í nefnd­inni. Nefndin heitir „nefnd um fram­tíð­ar­fyr­ir­komu­lag gjald­töku fyrir afnot af fisk­veiði­auð­lind­inn­i.“ Í frétt um skipun nefnd­ar­innar á heima­síðu sjáv­ar­út­vegs­ráðu­neyt­is­ins segir meðal ann­ars „Mark­miðið er að til­lögur nefnd­ar­innar geti orðið grund­völlur að þverpóli­tískri og víð­tækri sátt í sam­fé­lag­inu um sjáv­ar­út­veg­inn og þar með grunnur að auknum stöð­ug­leika í starfs­um­hverfi hans og tengdra greina til fram­tíð­ar.“

Nefndin hefur notið sér­þekk­ingar sér­fræð­ings sem liggur fyrir að situr í flokks­stjórn Við­reisn­ar. Þannig hefur flokkur sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra þrjá full­trúa á fundum sem koma að verk­efnum nefnd­ar­inn­ar. Á þeim fundum hafa ekki komið fram neinar til­lögur um annað en vinnu­lag frá for­manni nefnd­ar­innar og fund­unum að mestu verið varið í að fara yfir hug­tök, útreikn­inga og for­send­ur.

Leik­rit sem Við­reisn sem­ur?

Sem full­trúi Vinstri hreyf­ing­ar­innar græns fram­boðs hef ég lagt mig fram um að sinna störfum í nefnd­inni sam­visku­sam­lega og hið sama má segja um nefnd­ar­menn ann­arra flokka. En þegar for­maður nefnd­ar­innar veit­ist að þeim stjórn­mála­flokkum sem aðild eiga að nefnd­inni í grein þá er ljóst að eitt­hvað allt annað en sam­staða vakir fyrir hon­um. Svona er nefni­lega ekki unnið að því að skapa grund­völl að „þverpóli­tískri og víð­tækri sátt í sam­fé­lag­inu um sjáv­ar­út­veg­inn“. Þvert á móti vekja skrif for­manns nefnd­ar­innar á Kjarn­anum grun­semdir um að til­gang­ur­inn með nefnd­inni sé einmitt ekki sá að skapa sátt heldur að ætl­unin sé að skapa for­sendur fyr­ir sundr­ungu um grein­ina sem verði flokknum Við­reisn engu að síður álits­auki. Er til­gangur nefnd­ar­innar kannski sá að skerpa línur í átökum Við­reisnar við Sjálf­stæð­is­flokk­inn? Er ætlun for­manns nefnd­ar­innar og ráð­herra Við­reisnar að við hin í nefnd­inni séum þar í auka­hlut­verkum í leik­riti sem Við­reisn sem­ur?

Raun­veru­legar kerf­is­breyt­ingar

Nú er það svo að for­maður nefnd­ar­innar hefur aldrei lagt fram eina ein­ustu til­lögu í nefnd­inni. Þar gætu til­lögur um eft­ir­far­andi kerf­is­breyt­ingar skipt mestu máli til umræðu:

  1. Stór­auk­inn og öruggur hlutur á fram­lagi sjáv­ar­út­vegs­ins til sam­neysl­unnar á kom­andi árum og sátt um starf­semi grein­ar­innar sér­stak­lega í sjáv­ar­út­vegs­byggðum í land­inu.
  2. Til­lögur um ákvæði í stjórn­ar­skrá um ótví­ræðan yfir­ráða- og eign­ar­rétt þjóð­ar­innar á þeirri auð­lind sem fiski­miðin eru.

Engar til­lögur hafa sést. Nú væri það þakk­ar­vert ef for­mað­ur­inn opin­ber­lega birti til­lögur sínar því þær hljóta að liggja fyrir fyrst hann veit að ein­hverjir eru á móti þeim.

Svo mikið er víst að árás­ar­greinar á aðra stjórn­ar­flokka leysa ekki þann póli­tíska vanda sem sjáv­ar­út­veg­ur­inn á við að glíma.

Höf­undur er þing­flokks­for­maður Vinstri grænna.