Þetta er til skammar, hysjið upp um ykkur buxurnar!

Lilju Rafneyju var ekki skemmt á Alþingi í gær þegar fulltrúar ríkisstjórnaflokkanna hrósuðu hver öðrum undir liðnum störfum þingsins í gær. Ástæða sjálfumglaðra gullhamranna var aðgerð ríkisstjórnarinnar til að lækka skuldir heimilanna, eða stórkostlegasta niðurfelling í heimi. Við blasa verkföll en það var ekki hátt skrifað hjá ríkisstjórninni og Lilju undraði það.

Lilja Rafney benti á að ekkert hefði verið gert í húsnæðismálum á síðustu tveimur árum, og að þeir peningar sem notaðir voru í skuldaniðurfærsluna var skattfé. Sagði hún jafnframt að því skattfé hefði verið betur varið til þeirra sem virkilega þurftu á að halda.

Að lokum bað Lilja ríkisstjórnina vinsamlegast um að hysja upp um sig buxurnar, skammast sín og vera ekki að hrósa sér fyrir eitthvað sem engin innistæða væri fyrir.