Þingflokkur heimsótti Rauða Krossinn

Þingflokkur VG fór á fund Rauða Krossins í höfuðstöðvum Rauða Krossins á Íslandi við Efstaleiti í gær.  Til umræðu var fjölþætt starf Rauða Krossins út um allan heim, með áherslu á stríðshrjáð svæði á borð við Sýrland, Jemen, Suður-Súdan og Sómalíu. En meginþunginn var að fara yfir stöðu flóttamanna, bæði kvótaflóttamanna og hælisleitenda á Íslandi. Margt þarf að gaumgæfa til að mannúðarsjónarmið fái að ráða för í meðferð þessa viðkvæma málaflokks. Einnig var rætt um áhrif loftslagsbreytinga á flóttamannamál, en búist er við að fjöldi fólks á vergangi muni margfaldast á næstu áratugum vegna loftslagsbreytinga. Fundurinn var gagnlegur fyrir bæði þingflokk og ráðherra sem komu út mun fróðari um þetta mikilvæga málefni.