Þingflokkur veitir heimild til viðræðna

Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs samþykkir að fela formanni og starfandi þingflokksformanni að leiða til lykta þær viðræður sem hafa staðið yfir um hugsanlega myndun ríkisstjórnar með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Þegar niðurstöður þeirra viðræðna liggja fyrir mun þingflokkurinn taka afstöðu til þeirra í samráði við flokksráð eins og kveðið er á um í lögum flokksins þar sem segir í 15. grein: “Veigamiklar ákvarðanir um samstarf við aðra flokka, ríkisstjórnarþátttöku eða slit á slíku samstarfi tekur þingflokkurinn í samráði við flokksráð.”