Þingflokkur VG um aðkomu Íslands að TiSA

Yfirlýsing þingflokks VG vegna aðkomu Íslands að TiSA-viðræðunum

Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs leggur ríka áherslu á að aðkoma Íslands að TiSA-viðræðunum verði endurskoðuð og gerir þá fortakslausu kröfu að engin undirritun fari fram án aðkomu Alþingis.
Þingflokkur Vinstri grænna hefur haldið þessari umræðu til haga allt frá því að GATS-samningarnir voru til umfjöllunar á sínum tíma og mun veita ríkisstjórninni aðhald varðandi TISA meðan þess er þörf.