Þingmenn Reykjavíkur til viðtals

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Reykjavíkur norður, og Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Reykjavíkur suður, boða til opinna viðtalstíma í kjördæmaviku sem nú fer fram á Alþingi. Kolbeinn verður til viðtals á skrifstofu sinni í dag (Austurstræti 14, 5. hæð), mánudag og á morgun, þriðjudag, á milli klukkan 10:30 og 12:30 og á fimmtudag og föstudag frá 16:30 – 18:00. Andrés Ingi boðar til þingspjalls á morgun, þriðjudag, á Kaffi Laugalæk frá 14:00 – 19:00.