Þingmenn VG hittu forystu SGS og BHM

Í tilefni af harðnandi kjaradeilum á vinnumarkaði fundaði þingflokkur Vinstri grænna með forystu Starfsgreinasambandsins (SGS) og Bandalag háskólamanna (BHM). Ljóst er að stórir hópar launafólks hafa setið eftir í kjörum undanfarin ár og tímabært að bæta kjör þeirra verulega.

Á fundunum kom fram að sérstaklega þarf að huga að kjör þeirra sem eru með lægstu launin og tryggja að dagvinnulaun standi undantekningarlaust undir framfærslu. Krafa Starfsgreinasambandsins um að lægstu laun verði 300.000 kr. á mánuði innan þriggja ára er raunhæf og hógvær í ljósi þess sem gerist víða annars staðar í samfélaginu. Jafnframt er mikilvægt að menntun og reynsla sé metin til laun eins og Bandalag háskólamanna gerir kröfu um. Margir hópar háskólamenntaðra, svo sem í velferðarkerfinu, hafa setið eftir undanfarin ár og það þarf að leiðrétta.

Mikill baráttuandi er í launafólki og verkföll stórra hópa yfirvofandi ef ekki koma raunhæf tilboð frá viðsemjendum þeirra. Vinstri græn standa heilshugar með launfólki og samtökum þeirra í baráttu þeirra fyrir bættum kjörum!