Þingstörfin og fjárlagafrumvarpið

Þing kom saman á síðastliðinn þriðjudag var og tók þá sæti á Alþingi 10 manna þingflokkur VG með 4 nýjum þingmönnum. Steingrímur J. Sigfússon stýrði fyrsta þingfundi sem starfsaldursforseti þingsins, og var svo í kjölfarið kosinn forseti Alþingis með 60 atkvæðum.

Fjármálaráðherra starfsstjórnarinnar mælti fyrir fjárlagafrumvarpi og bandormi í vikunni, og hafa allir okkar þingmenn tekið til máls í umræðunum, hvorttveggja með ræðum og í andsvörum. Tveir þingmanna áttu jómfrúrræður (aðrir höfðu komið inn sem varamenn áður). Hér er hægt að lesa ræðu Ara Trausta (http://vg.is/fyrsta-raeda-ara-trausta-gudmundssonar-althin…/) og hér má sjá ræðu Kolbeins Óttarssonar Proppé (http://www.althingi.is/altext/upptokur/raeda/…). Við óskum þeim báðum til hamingju!

Þingflokkur heldur þeim sjónarmiðum á lofti að ekki sé nóg að gert í tillögum fjárlagafrumvarpsins, og að mikilvægir málaflokkar séu gróflega vanfjármagnaðir. Nægir að nefna samgönguáætlun, heilbrigðis-, mennta- og velferðarmál hér þótt lengi væri hægt að telja upp þau innviðaverkefni sem bíða uppbyggingar.

Nefndarstörf í fjárlaganefnd og efnahags- og viðskiptanefnd hófust á föstudag, þar sem fulltrúar VG eru annars vegar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, varamaður Rósa Björk Brynjólfsdóttir og hinsvegar Katrín Jakobsdóttir, varamaður Steingrímur J. Sigfússon. Nefndirnar fengu til sín gesti á föstudag og ert er ráð fyrir mikilli vinnu í þessum nefndun næstu dagana.

Í kjölfar umfjöllunar Kastljóss á dögunum sendi þingmaðurinn Andrés Ingi Jónsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fyrirspurn um málefni Brúneggja ehf. og upplýsingagjöf til almennings um brot á reglum um dýravelferð. Fyrirspurnin birtist í gær og 3 tímum síðar bárust fréttir um að stjórnvöld hygðust láta gera úttekt á starfsumhverfi Matvælastofnunar. Hér má sjá frétt um málið (https://kjarninn.is/…/2016-12-08-stjornvold-lata-gera-utte…/) og hér er hægt að lesa fyrirspurn Andrésar Inga (http://www.althingi.is/altext/146/s/0005.html).