Þorsteinn nýr á þingi

Þorsteinn V. Einarsson tók sæti á Alþingi í dag, í fjarveru Andrésar Inga Jónssonar. Er þetta í fyrsta sinn sem hann tekur sæti á þingi. Þorsteinn er 32 ára, fæddur 2. apríl 1985 á Selfossi, en alinn upp frá barnsaldri í Reykjavík – nánar tiltekið í Foldahverfinu í Grafarvogi. Þorsteinn er búsettur í Reykjavík, faðir Ólafs Ísaks (6 ára) og er í sambúð með Huldu Jónsdóttur Tölgyes. Þorsteinn útskrifaðist með stúdentspróf frá Borgarholtsskóla árið 2005 og með B.Ed í grunnskólakennarafræðum með kennsluréttindi árið 2010 frá Háskóla Íslands. Síðan í ársbyrjun 2006 hefur Þorsteinn starfað hjá félagsmiðstöðvunum í Reykjavík, ýmist sem frístundaleiðbeinandi, forstöðumaður og nú sem deildarstjóri unglingasviðs hjá Tjörninni frístundamiðstöð. Þorsteinn var í 7. sæti á lista VG í Reykjavíkurkjördæmi norður í síðustu kosningum.
Við bjóðum Þorstein velkominn til starfa á þingi!