Þrjár kosningamiðstöðvar opna í Norðausturkjördæmi

Þrjár kosningamiðstöðvar Vinstri grænna verða opnaðar í Norðausturkjördæmi í vikunni. Á Húsavík, Neskaupstað og á Djúpavogi.

Sú fyrsta á Garðarsbraut 26 á Húsavík fimmtudaginn 20. október, klukkan 17.30. Frambjóðendur verða á staðnum. Kosningamiðstöð verður opnuð á Djúpavogi á föstudagskvöldið 21. okóber, klukan 20.30. Miðstöðin verður í Þjónustuhúsinu á tjaldsvæðinu.

Þriðja kosningamiðstöðin VG á Norðausturlandi verður opnuð í Neskaupstað, laugardaginn 22. október, klukkan 15.00 á efri hæðinni í Sigfúsarhúsi. Frambjóðendur verða á staðnum.

Kosningamiðstöð VG á Akureyri var opnuð síðastliðinn laugardag í Brekkukoti á Akureyri. Þar var fjölmennt í stjórnmálakaffi og rjómavöfflum. Hér má sjá opnunartíma kosningamiðstöðva í NA-kjördæmi.

 

Akureyri

Brekkukot (Brekkugata 7)

Opnunartímar:

Mánudaga til föstudaga, kl. 15-18.

Laugardag (22. okt.), kl. 11-14.

 

Húsavík

Garðarsbraut 26

Opnunarhátíð verður fimmtudaginn 20. október kl. 17:30. Frambjóðendur verða á staðnum.

Opið virka daga frá kl. 17:00-19:00.

Laugardag (22. okt.), kl. 11:00-13:00.

 

Neskaupstaður

Sigfúsarhúsi (efri hæð) Opnunarhátíð verður laugardaginn 22. október kl. 15:00. Frambjóðendur verða á staðnum. 

Annars opið. 24.-28. október frá kl. 17-18.

 

Djúpivogur 

Þjónustuhúsið á tjaldstæðinu. Opnunarhátíð föstudagskvöldið 21. október kl. 20:30. Léttar veitingar og Prins Póló spilar.

Opið 26.-28. október, nánar auglýst síðar.