Þungar áhyggjur af stöðu heilbrigðisstétta

Stjórn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs lýsir þungum áhyggjum af þeirri stöðu sem margra vikna verkföll heilbrigðisstétta og annarra BHM félaga hafa skapað á heilbrigðisstofnunum landsins. Misvísandi yfirlýsingar ráðherra um samninga, samningsrétt og lagasetningar hafa ekki hjálpað til við að leysa mál farsællega. Það er skylda samningsaðila að gera allt sem hægt er til að ná samningum, framtíð allrar heilbrigðisþjónustu í landinu veltur á þvi.  Það hefur lengi legið fyrir að þjóðin vill að hér sé rekið öflugt heilbrigðiskerfi, fjármagnað af almannafé. Stjórnvöldum ber skylda til að fara fram í kjaraviðræðum í ljósi þessa sjálfsagða vilja þjóðarinnar.

Stjórn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs