Til kjósenda erlendis

VG hvetur alla til að nýta kosningarétt sinn og minnir íslenska ríkisborgara sem búsettir hafa verið erlendis lengur en átta ár og sóttu ekki um að verða teknir á kjörskrá fyrir 1. desember 2015, að þeim verður gert kleift að kjósa í komandi alþingiskosningum. Sækja þarf um hjá Þjóðskrá að vera tekinn á kjörskrá á grundvelli þessarar heimildar í síðasta lagi fimmtudaginn 29. september 2016. Umsóknareyðublöð er að finna á vef Þjóðskrár Íslands á slóðinni www.skra.is.