Tillaga að lista í Suðvesturkjördæmi

Stjórn kjördæmaráðs VG í suðvesturkjördæmi boðar til fundar í Strandgötu 11 í Hafnarfirði kl. 20:00 mánudaginn 26. september.

Dagskrá.

1. Tillaga uppstillingarnefndar um framboðslista fyrir Alþingiskosningarnar 29. október, borin upp til samþykktar.
2. Önnur mál.

Allir félagar í suðvesturkjördæmi eru velkomnir á fundinn og hafa atkvæðisrétt á fundinum.

Stjórn kjördæmaráðs SV.