Traust er ekki sjálfgefið

Þegar ég mætti, á fyrstu dögum minnar þing­mennsku, í hús Alþingis urðu margir til þess að óska mér til ham­ingju með þing­sæt­ið, þeirra á meðal Bjarni Bene­dikts­son. Við höfum ávallt heilsast, sjá­andi hvor ann­an, en aldrei ræðst við svo heit­ið ­get­ur. Ég hef eflaust gagn­rýnt hann nokkrum sinnum í marg­vís­legum stjórn­mála­skrifum und­an­far­inna ára. Meðal ann­ars, minnir mig, fyrir að upp­lýsa ekki fyrir fram um þau aflands­fé­laga­tengsl sem hann hefur ekki þurft að gjalda fyr­ir. Ég tek fram að ég get ekki greint hvernig það hefði verið með sem rétt­lát­ustum hætti, í stóru eða smáu, og veit vel að kjós­endur Sjálf­stæð­is­flokks­ins höfðu ekk­ert sér­stakt að athuga við þau né skýr­ingar Bjarna á þeim og sínum hreina skildi í þeim efn­um. Gott og vel, þannig eru stjórn­mál hér á eynn­i.

Þegar á þing er komið verður að slíðra ýmis bit­laus eða beitt sverð og huga að öllum útgáfum stjórn­ar­mynd­unar sam­kvæmt þing­bundna lýð­ræð­inu sem við höfum kosið okkur og hefðir hafa jafn­vel orðið til um. Þar þarf tölu­vert traust að mynd­ast (fyrir utan mál­efna­sam­stöðu og mála­miðl­an­ir). Ég hugs­aði sem svo að ef til vill þyrftum við Bjarni að standa nær hvor öðrum en áður og jafn­vel víla og díla, með sam­herjum hans, um mál­efni, hvert svo sem það myndi leiða. Þannig eru stjórn­mál hér á eynni. Traust til hans hug­leiddi ég aldrei djúpt vegna þess að snert­ing Vinstri grænna og Sjálf­stæð­is­flokks­ins fór ekki fram úr sam­tölum for­manna. Allt­ént gaf ég hon­um sjens vel yfir með­al­lag, á meðan ekki reyndi frekar á traust­ið. Það finnst mér eðli­legt og á jákvæðum nót­um.

Umbeðin og umdeild skýrsla, eins konar lík­inda- eða stærð­argráðu­út­reikn­ingur á alvar­leika aflands­græðginnar og skattsvika, var pöntuð til þess að auðga umræð­una um þessi mál­efni. Það segir Bjarni Bene­dikts­son sjálfur í við­tal við RÚV. Hún var og er ekki lokuð skýrsla. Hún átti ekki að ganga fyrst til þing­nefndar sem fjall­aði um hana áður en almenn­ingur fengi að sjá hana; einmitt póli­tísku og efna­hags­legu umræð­unnar vegna. Auð­vitað átti hún að lenda sam­tímis í höndum alls Alþingis sem okkar allra utan þess. Þar eru engin manna­nöfn, engar við­kvæmar upp­lýs­ing­ar, eng­ar sund­ur­lið­anir með heitum aflands­fé­laga; hvergi leynd­ar­mál að því ég best veit. Þess vegna er engin leið til að afsaka þá gjörð ráð­herr­ans að kynna sér ekki efnið fyrr en 5. okt. eða leggja skýrsl­una ekki fram þegar eftir 13. sept­em­ber (og einka­kynn­ingu fyrir hann sem næst þeim deg­i). Fyr­ir­sláttur um vöntun á yfir­lestri og umræðum í efna­hags- og við­skipta­nefnd gengur heldur ekki upp. Margir fundir voru um mán­að­ar­skeið í síð­ustu nefnd og ný nefnd hefur starfað vikum sam­an. Hins vegar má leggja fram afsök­un­ar­beiðni fyrir að hafa sagt ósatt um ein­hvern við­burð á tíma­lín­unni og fá hana tekna til greina svo langt sem orða­lag hennar um óná­kvæmni leyf­ir. Hitt er jafn ljóst að ósann­sögli og dráttur á að opin­bera skýrsl­una benda til ásetn­ings um að leyna plagg­inu fram yfir kosn­ing­ar, jafn­vel fram yfir myndun rík­is­stjórn­ar. Hefði þessi fjöl­mið­ill hér ekki aug­lýst eftir því og svo aðrir fjöl­miðlar og ein­stak­ling­ar, væri hún kannski enn óséð utan ráðu­neyt­is, með hvítt­uðu kápuna.

Mér þykir það leitt en ég verð að lýsa von­brigðum mínum með að Bjarni Bene­dikts­son hafi brugð­ist trausti mínu meðan ég stund­aði fram­boðsvinn­una í októ­ber. Þá hefði ég viljað hafa lesið skýrsl­una. Hann hefur brugð­ist trausti mínu eftir að ég tók sæti á þing­inu og ræddi til dæmis fjár­lög, skatt­heimtu og efna­hags­legar for­sendur til umbóta í heil­brigð­is-, mennta-, vel­ferð­ar- og sam­göngu­mál­um. Fjöldi svik­inna millj­arða skiptir þar máli. Loks hefur hann brugð­ist trausti mínu á að aukið gegn­sæi hefði nú betra gengi en áður á öllum sviðum þings­ins og í sam­fé­lag­inu, líkt og við flest sækj­umst eft­ir, og minnst er á í stefnu­yf­ir­lýs­ingu nýrrar rík­is­stjórn­ar.

Umboðs­maður Alþingis kannar á næst­unni, fyrir til­stuðlan Svan­dísar Svav­ars­dóttur (VG), hvernig með­ferð skýrsl­unnar rímar við siða­reglur ráð­herra. Hver sem nið­ur­staða hans verð­ur, er rétt að vona að lær­dómur af veg­ferð plaggs­ins kenni okkur betri vinnu­brögð.