Um endurheimtur

Steingrímur J. Sigfússon skrifar

Hag­fræði­dokt­or­arn­ir Ás­geir Jóns­son og Hersir Sig­ur­geirs­son hafa unnið áhuga­verða skýrslu fyr­ir­ fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið um end­ur­heimtur kostn­aðar rík­is­sjóðs vegna ­falls bank­anna. Heild­ar­nið­ur­staðan er sú að rík­is­sjóður hefur þegar end­ur­heimt í arð­greiðsl­um, vaxta­tekjum og eignum allan útlagðan kostnað vegna falls fjár­mála­kerf­is­ins og gott bet­ur. Þar með er að sjálf­sögðu ekki sagt að ­rík­is­sjóður hafi fengið end­ur­heimtur vegna alls tjóns­ins sem á hann féll, bein­t og óbeint, vegna hruns­ins. Svo er ekki og það taka höf­undar skýrsl­unnar skýrt fram og má í því sam­bandi minna á beinan rekstr­ar­halla rík­is­sjóðs og skulda­söfnun frá hruni fram til árs­ins 2013 að jafn­vægi var náð.

Rík­is­sjóð­ur­ kemur vel út úr upp­gjör­inu

Í umræddri skýrslu er fjallað um fjár­mögnun nýju bank­anna og er sá þáttur sér­stak­lega for­vitni­leg­ur. Þar eru í bak­grunni nið­ur­stöður samn­inga um upp­gjör eigna milli gömlu bank­anna og þeirra nýju sem fram fóru til að gera nýju bönk­unum kleift að mæta skuld­bind­ingum sínum við inni­stæðu­eig­endur en sam­kvæmt neyð­ar­lög­unum sem sett voru haustið 2008 öðl­uð­ust kröfur þeirra for­gang.

Ýmsir aðil­ar, sem hér verður ekki hirt um að til­greina, hafa freistað þess af mik­illi áfergju að láta líta svo út sem afar illa hafi tekist til við eigna­upp­gjör­ið. Efni og nið­ur­stöður skýrslu hag­fræð­ing­anna leiða ann­að í ljós en í henni er sýnt fram á að sam­an­lagðar vaxta­tekj­ur, arð­greiðslur og hluta­fjár­eign rík­is­sjóðs eru tæpum 138 millj­örðum króna (á verð­lagi hvers árs) hærri en vaxta­gjöld og útistand­andi skuldir í skulda­bréfum sem gefin voru út ­vegna fjár­mögn­unar nýju bank­anna (RIKH 18). Þetta merkir ein­fald­lega að rík­ið kemur út með 138 millj­arða í plús vegna ráð­staf­ana sem gerðar voru til að fjár­magna nýju bank­ana og nemur sú upp­hæð um 5,5% af VLF. Þótt dreg­inn séu frá­ lið­lega 20 millj­arðar króna kostn­aður vegna spari­sjóða sem kom til vegna lof­orða til íslenskra inni­stæðu­eig­enda um að tryggja allar inni­stæð­ur, í Spari­sjóði Kefla­víkur jafnt sem ann­ars stað­ar, er ríkið samt sem áður vel yfir­ 100 millj­örðum í plús.

Mál er að l­inni svika­brigslum og níði

Nið­ur­staða skýrslu hag­fræð­ing­anna er vita­skuld einkar ánægju­leg fyrir alla lands­menn. Það góða ­fólk sem lagði nótt við dag árið 2009 við að end­ur­reisa og fjár­magna fall­ið ­banka­kerfi Íslands, sem kall­aði á óhemju flókna og viða­mikla samn­inga milli­ ­föllnu fjár­mála­stofn­an­anna og þeirra nýju, ætti nú ekki lengur að þurfa að sitja undir linnu­lausum og til­hæfu­lausum sam­sær­is­kenn­ingum og brigslum um svik­sam­leg­t ­at­hæfi eða jafn­vel land­ráð.