Ályktanir fundarins

Ríkisstjórnarsamstarf með Samfylkingu
Flokksráð VG mælir með því að mynduð verði ríkisstjórn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og Samfylkingarinnar á grundvelli þeirrar samstarfsyfirlýsingar sem liggur fyrir.

Samþykkt með þorra atkvæða gegn fimm. Einn sat hjá.

Jöfn kynjahlutföll í nýrri ríkisstjórn
Flokksráðsfundur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs beinir þeim tilmælum til formanns flokksins að tryggja jöfn kynjahlutföll í nýrri ríkisstjórn.

Samþykkt með þorra atkvæða gegn þremur.