Umhverfisáhrif búvörusamninga

Í dag var dreift fyrirspurn Svandísar Svavarsdóttur á Alþingi til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um umhverfisáhrif búvörusamninga. Fyrirspurnin er svohljóðandi.

  1. Í hverju felast um­hverfisáhrif nýrra búvörusamninga?
  2. Stuðla búvörusamningarnir að því að loftslagsmarkmiðum Parísarsamkomulagsins frá árinu 2015 verði náð og þá með hvaða hætti?
  3. Var beitt aðferðum vistsporsmælinga við mat á um­hverfisáhrifum og um­hverfismarkmiðum búvörusamninganna eða öðrum viðurkenndum aðferðum á því sviði og þá hvaða aðferðum?
  4. Hvaða gögn liggja til grundvallar markmiðum um sjálfbæra landnýtingu í samningi um starfsskilyrði sauðfjárræktar, hvað fela þau í sér, hvernig er ætlunin að fylgja þeim eftir og hvernig verður upplýsingum um sjálfbæra framleiðslu sauðfjárafurða komið á framfæri við neytendur?
  5. Hvaða þýðingu mun ákvörðun um sérstakan svæðisbundinn stuðning við framleiðslu sauðfjárafurða skv. 8. gr. samnings um starfsskilyrði sauðfjárræktar hafa á loftslagssjónarmið og landnýtingarsjónarmið og hvernig verður þeim markmiðum fylgt eftir?