Um ráðuneyti ferðamála – Ari Trausti

ari_trausti_net

Ari Trausti

Í frumskógi skoðanakannanna glittir vel í VG þennan daginn og sennilega veit
það á gott en skynsamlegt að muna alla fyrirvara. Vonandi starfar fylgisaukningin af auknu tausti á þau málefni og hugsjónir sem hreyfingin settur á oddinn. Vil nota tækifærið og setja (aftur) fram þá hugmynd að VG leiði umræðu um og ef til vill stofnun ráðuneytis ferðamála innan atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Mörg rök hníga að því og orð um aukið skrifræði eiga þar ekki við. Heildræn stefnumótun, stjórnun og víðtæk, samræmd viðbrögð við ýmis konar vanda sem ferðaþjónustan glímir við er meðal þess sem kallar á þetta skref.