Val á framboðslista

 

 

Kjördæmisráð Suðvesturkjördæmis hittist í Hafnarfirði annað kvöld, (mánudag 25. sept) og verður þar tekin ákvörðun um aðferð til að velja á framboðslista fyrir komandi Alþingiskosningar. Þrjár tillögur liggja fyrir fundinum: 1. Uppstilling, 2. óbreyttur listi, 3. kjörfundur þar sem allir félagsmenn velja efstu sæti listans.

Kjördæmisráð VG koma nú saman eitt af öðru til að ræða um tilhögun vals á framboðslista fyrir kosningar. Reykjavíkurkjördæmin bæði ákváðu uppstillingu á félagsfundi í vikunni.  Og var ákveðið að fela fimm manna kjörnefnd að gera tillögu um lista og leggja fyrir félagsfund í byrjun október. Kjördæmisráð Norðvesturkjördæmis ræðir málin í dag sunnudag.  Kjördæmisþing VG í Norðausturkjördæmi verður haldið í Mývatnssveit 1. oktober. Og stjórn kjördæmisráðs Suðurkjördæmis er að störfum.