Uppstilling í Suðvesturkjördæmi

Óskað eftir ábendingum um frambjóðendur

 

Á fundi kjördæmisráðs VG í Suðvesturkjördæmi þann 10. ágúst var ákveðið að hafa uppstillingu á lista fyrir alþingiskosningar 29. Október 2016.

Skipuð var sjö manna uppstillingarnefnd til þess að raða upp listanum.

Þeir sem hafa áhuga á því að taka sæti á listanum er bent á að senda tölvupóst til uppstillingarnefndar á listivgsv@gmail.com fyrir 22. Ágúst 2016.

Einnig óskar uppstillingarnefnd eftir ábendingum um einstaklinga sem gætu átt erindi á listann. Ábendingar má einnig senda á listivgsv@gmail.com fyrir 22. Ágúst 2016.

 

Uppstillingarnefnd VG suðvesturkjördæmi.

 

Með kveðju.

Arnþór Sig.