Kjörfundur í Suðvesturkjördæmi

 

Vinstrihreyfingin – grænt framboð. Suðvesturkjördæmi boðar tvo fundi í Flensborgarskóla í Hafnarfirði, mánudaginn 2. október.  

 

Kjörfundur

Mánudaginn 2. október kl. 18:00

í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði

 

Kjördæmisráðsfundur

Mánudaginn 2. október kl. 21:00

í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði

 

Boðað er til kjörfundar mánudaginn 2. október 2017 kl. 18:00 í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði þar sem kosið verður um sex efstu sæti lista VG í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar sem fara fram 28. október. Kjörstjórn leggur tillögu sína að framboðslista fram til samþykktar á kjördæmisráðsfundi sama dag kl. 21:00.

 

Á fundi kjördæmisráðs VG í suðvesturkjördæmi þann 25. september 2017 var samþykkt að halda kjörfund mánudaginn 2. október 2017 þar sem kosið verður um sex efstu sæti lista VG fyrir alþingiskosningar sem fara fram 28. október 2017. Á fundi kjördæmisráðsins var einnig samþykkt að fela kjörstjórn að sjá um uppstillingu frá 7. sæti til 26. sæti.

 

Framboðsfrestur

Kjörstjórn tekur við framboðum frá frambjóðendum. Framboðsfrestur er fram að kosningu í þau sæti sem kosið verður um á kjörfundinum. Hægt er að senda framboð með því að senda póst á juliusandri@gmail.com eða með því að hringja í síma 868 3091.

 

Áhugasamir félagar eru hvattir til að senda ábendingar á netfangið juliusandri@gmail.com eða hafa samband í síma 868 3091 fyrir kl. 18:00 mánudaginn 2. október.

 

Allir skráðir félagar í svæðisfélögum VG í suðvesturkjördæmi sem skráðir eru fyrir 26. september 2017 hafa kosningarétt á kjörfundinum.

 

Atkvæðisbærir á kjördæmisráðsfundinum, sem hefst kl. 21:00, eru kjörnir fulltrúar í kjördæmisráði.

 

 

Nánari upplýsingar:

 

Um framkvæmd kjörfundarins:

 

Hver frambjóðandi fær 4 mínútur til þess að kynna sig og sín málefni á fundinum fyrir atkvæðagreiðslu. Frambjóðandi fær einungis að halda eina kynningu gefi hann kost á sér í fleiri en eitt sæti.

 

Frambjóðendur hafa heimild til þess að gefa kost á sér eins oft og sætin eru mörg sem kosið er um.

 

Við kosningu skal fyrst kjósa um 1. sætið, síðan um 2. sætið og svo koll af kolli til sjötta sætis. Um er að ræða leynilega kosningu í efstu sex sætin.

 

Kjörgengnir félagar fá kjörseðlar með mismunandi lit sem notaðir verða fyrir hverja umferð í hvert sæti. Skrifa skal fullt nafn þess frambjóðanda sem kosinn er. Sé annar texti eða fleiri nöfn á kjörseðlinum telst hann ógildur.

 

Við talningu á kjörseðlum skal fylgja reglum um kynjahlutföll samkvæmt lögum flokksins.

  • Sé einn frambjóðandi í framboði til tiltekins sætis telst hann sjálfkjörinn.
  • Sá frambjóðandi sem hlýtur meirihluta atkvæða í það sæti sem hann gefur kost á sér, er kjörinn í það sæti.
  • Séu fleiri en tveir í framboði um sæti og enginn þeirra hlýtur meirihluta atkvæða skal kjósa aftur á milli þeirra tveggja sem hlutu felst atkvæði.
  • Þegar kosið er á milli tveggja frambjóðenda og þeir hljóta jöfn atkvæði skal framkvæma kosninguna að nýju milli þeirra tveggja.