Vandi brothættra byggða

© Richard Gould

Þriðjudaginn 3. mars 2015, lögðu VG-þingmennirnir Lilja Rafney Magnúsdóttir, Steingrímur J. Sigfússon og Steinunn Þóra Árnadóttir fram tillögu til þingsályktunar um eflingu brothættra byggða og byggðafestu veiðiheimilda. Þetta þingmál miðar að því að gerð verði gangskör að því að tryggja tilveru svonefndra brothættra sjávarbyggða með því að byggðafesta þar veiðiheimildir en í þeim byggðum þar sem sú ráðstöfun getur ekki orðið að notum verði beitt aðferðum sem mótast hafa í samvinnuverkefni Byggðastofnunar og heimamanna í svonefndum brothættum byggðum. Þarna hefur verið farið inn á nýjar brautir í byggðamálum þar sem þekking, viðhorf og væntingar heimafólks eru mikils ráðandi um skipulag og framkvæmd aðgerða.

Þessu tengt er að næstkomandi fimmtudag, kl. 11, fer fram á Alþingi sérstök umræða þar sem Lilja Rafney Magnúsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ræða um vanda brothætta byggða og þær leiðir sem unnt er að fara til að tryggja framtíð þeirra.