Fréttir

Vandi fylgir vegferð VG

Ég verð seint talin til aðdá­enda Sjálf­stæð­is­flokks­ins og fyrir hvað hann stendur beint og óbeint. Engu að síður völdum við í VG að fara í rík­is­stjórn­ar­sam­starf með þeim og Fram­sókn eftir að reyna allt annað í boði nema hleypa Mið­flokknum að. Skárra hefði verið að fara með Sjálf­stæð­is­mönnum og Sam­fylk­ingu, en þeir síð­ar­nefndu sáu þann kost­inn vænstan að sækja sér fylgi til þeirra sem illa mundu una sam­flot­inu. Uppi er því sú staða sem allir þekkja; VG leiðir breiða stjórn Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar, sem spannar nærri allt hið póli­tíska lit­róf. Þetta er og hefur reynst mörgum þung­bært og sann­ar­lega er erfitt að kyngja mörgum þeim mála­miðl­unum sem gera þarf. Þar til VG hlýtur hreina meiri­hluta­kosn­ingu verður hins vegar að gera slíkar mála­miðl­anir ef VG vill yfir­höfuð sitja í stjórn.

Nú verð ég seint talin hlut­laus um þessi mál. Sem vara­for­maður VG er mitt helsta hags­muna­mál að vinna hreyf­ing­unni heilt. Mér finnst sann­ar­lega erfitt að sjá okkar fólk arka fram á víg­völl skoð­ana­skipta (ekki verður vell­inum lýst öðru­vísi) með mála­miðl­anir og jafn­vel mál sem ganga gegn stefnu VG vegna þeirra ábyrgð­ar­staða sem við höfum tekið að okk­ur. Að þessu leit­inu finnst mér reyndar félagar mínir oft heldur fórn­fús­ir.

Aðal­málið er þó í mínum huga að á ein­hverjum tíma­punkti verðum við að horfast í augu við að alls eng­inn sátt ríkir í þessu landi um ákaf­lega stór og mik­il­væg mál. Það er eng­inn sátt um það hvernig stjórn­ar­skráin á að líta út, það er eng­inn sátt um stjórn fisk­veiða og veiði­gjöld, það er eng­inn sátt um veru okkar í NATO og þátt­töku í stríðs­brölti, það er eng­inn sátt um Palest­ínu, það er eng­inn sátt um hvernig haga skuli rekstri skóla, vel­ferð­ar­þjón­ustu, borg­ar­línu og svona gæti ég lengi talið. Þessi stað­reynd end­ur­spegl­ast svo í þeim fjölda flokka sem bjóða sig fram til þings og stærstu sveit­ar­stjórna. Þegar við svo göngum í kjör­klef­ann verður til nið­ur­staða sem birtir eig­in­lega nákvæm­lega þá stað­reynd að eng­inn sér­stök sátt ríkir um stærstu mál­in. Ofan á þetta bæt­ist djúpt van­traust á stjórn­mál og stjórn­mála­fólk sem vellur út úr opnum sárum hruns­ins sem virð­ast illa ætla að gróa.

Við þessar aðstæður kaus VG að fara í rík­is­stjórn og leiða hana. Ég sagði þá og segi aftur nú, þetta var ekki það sem ég hefði helst vilj­að. En það er komin tími á að reyna að skapa sátt í þágu almanna­hags um stóru mál­in. Það er komin tími á að taka á stjórn fisk­veiða, stjórn­ar­skrá, stríðs­brölti og öðru með sama hætti og við tókum á verð­bólg­unni; með sátt. Það þýðir að VG slær af en það gera líka Sjálf­stæð­is­flokkur og Fram­sókn, oft svo um mun­ar. Ég lít svo á að hver mála­miðlun er áfangi í lengri veg­ferð í skapa sam­fé­lag jöfn­uð­ar.

Ég treysti kjörnum full­trúum VG til að missa ekki sjónar af mark­miðum þeirra veg­ferð­ar. Ég sé ekki ástæðu til að úthrópa þá sem svik­ara í hvert sinn sem reynt er að stýra málum í þessu rík­is­stjórn­ar­sam­starfi. Ég verð bara að við­ur­kenna að mér finnst það ekki sann­gjarnt né eðli­legt að ætla að þeir sem starfa fyrir VG hafa allan tím­ann verið bara laumu hitt eða laumu þetta og kasti svo af sér gærunni nú hver á fætur öðr­um. Hvurs­lags sýn er það eig­in­lega á fólk, sem jafn­vel hefur lagt ævina, æruna og orð­sporið undir í að vinna að hug­sjónum VG?

Edward H. Huijbens Höf­undur er vara­for­maður Vinstri grænna.