Vandræðaleg áætlun með hægri ofurhalla

Til­gangur rík­is­fjár­mála­á­ætl­unar er meðal ann­ars gegn­sæi, festa í fjár­málum og skil­virkni. Í 360 síðna plaggi sem lá fyrir Alþingi til umræðu eru slík mark­mið sett fram undir regn­hlíf sjálf­bærni og fram­sýni, svo að vitnað sé í tvö kjör­orð rík­is­stjórn­ar­inn­ar. En því er í raun ekki að heilsa. Það mætti frekar nefna orðin ójöfnuð og mis­rétti ef miðað er við hag þorra fólks og vel­ferð í ljósi þess­arar áætl­un­ar. Í henni eru mörg mark­mið en til þess að raun­gera flest þeirra þurfa rík­is­tekjur að ná vel fram úr tekjum í núver­andi fjár­lög­um. Tekju- og gjald­ara­mmi rík­is­fjár­mála­á­ætl­unar verður líka að vera skýr. Það er hann ekki, þegar kemur að fyrsta nið­ur­broti til mál­efna. Grunn­ur­inn að áætl­un­inni verður að vera traustur og í almanna­hag, en hann er í raun sprungum settur og í hag lít­ils minni hluta þjóð­ar­inn­ar. Giska má á 10-20% þjóð­ar­inn­ar, allt eftir efna­hags­við­miði.

Svelti­stefna

Rík­is­út­gjöld til fimm ára, þ.e. rammann, sjáum við í gild­andi fjár­lögum 2017 og þeim við­bótum eða skerð­ingu, ár frá ári, sem hann set­ur. Upp­hæðir koma fram í einni línu, þ.e. fimm upp­hæðum sem skipt er á árin 2018, 2019, 2020, 2021 og 2022. Með því að draga upp­hæð eins árs frá upp­hæð næsta árs, t.d. upp­hæð fram­lags 2017 frá upp­hæð fram­lags 2018, og þannig koll af kolli, fæst breyt­ingin milli ára. Þannig hækkar eða lækkar fram­lag rík­is­ins til máls­viðs miðað við næsta á undan og svo grunn­upp­hæð­ina 2017. Ég hef kallað þetta töfra­lín­una í sér­hverjum af 34 mál­efna­flokk­um. Þessa línu eina verðum við nefni­lega að nota til að meta rík­is­fjár­mála­á­ætlun til fimm ára með hlið­sjón af núver­andi útgjöld­um. Við fyrstu sýn blasa við fimm mögur ár í lyk­il­flokkum og sú sýn styrk­ist við yfir­ferð þeirra allra. Af hverju er rík­is­fjár­mála­á­ætl­unin mög­ur? Jú, þarna er óað­gengi­legt 41,5% útgjalda­þak miðað við verga lands­fram­leiðslu. Þarna eiga fram­farir í helstu mál­efna­flokkum að mið­ast við jákvæða eða nei­kvæða hag­sveiflu eins og hún sé eitt­hvert nátt­úru­lög­mál sem stýra skal sam­neysl­unni. Auð­vitað er henni í raun stjórnað póli­tískt. Tals­menn nýfrjáls­hyggju reyna þannig að mála stefnu sína í felu­litum um leið og þeir ganga á hólm við vel­ferð­ar­kerfið í breiðum skiln­ingi, við sam­göngur og flesta aðra þætti sam­neysl­unn­ar, jafn­vel fram­halds­skóla lands­ins og háskóla. Van­fjár­mögn­unin er þar með orðin afsökun fyrir einka­væð­ingu í gervi Klíník­ur­innar, sam­ein­ingar Tækni­skóla og Ármúla­skóla og til­von­andi einka­rekstrar sam­göngu­mann­virkja með veggjöldum. Allt eru þetta skýr, sér­tæk og vil­höll póli­tísk mark­mið; póli­tísk hag­fræði. Hún er áfram­hald­andi ávísun á auk­inn ójöfn­uð, meiri fátækt og and­stæður þess: Aukið ríki­dæmi í sam­fé­lagi, þar sem nægir aurar eru fyrir í efstu lögum sam­fé­lags­ins.

Er til önnur leið?

Hvernig fitum við rík­is­fjár­mála­á­ætlun á þann hátt sem væri til alvöru­úr­bóta fyrir flesta, með ein­hvers konar félags­legum aðferð­um? Við hefjum fjár­öflun meðal auð­manna, stór­eigna­fólks, og stórra fyr­ir­tækja sem nýta t.d. auð­lindir í almanna­eigu. Setja má á græn gjöld og nýta heim­ildir til gjalda fyrir þjón­ustu og aðgang að nátt­úr­unni, m.a. í ferða­þjón­ust­unni, til dæmis með komu­gjöld­um. Við nýtum sem sagt skatta og gjalda­kerfið til hins ýtrasta, ekki þó á þann hátt sem margir hægri menn reyna að kenna okkur hinum um, ekki með því að skatt­leggja heim­ili almennt, eða fyr­ir­tæki almennt, eins og látið er í veðri vaka, nema t.d. með grænum gjöldum sem eru lágar upp­hæð­ir. Vinstri græn telja aftur á móti að unnt sé að ná 53–75 millj­örðum á ári á ólíka vegu, þó aðal­lega í vasa vel­meg­andi þegna og vel­meg­andi fyr­ir­tækja. Upp­hæðin fer stig­hækk­andi milli ára. Til dæmis má ná inn nokkrum millj­örð­u­m króna með því að hækka fjar­magnstekju­skatt úr 20% í 30% á fáein efstu pró­sent þeirra sem slíkt greiða og eiga yfir helm­ing alls fjár­magns af þessu tagi. Það á einmitt að gera í stað þess að lækka skatta um 13 millj­arða, eins og gert er um þessar mund­ir, og skapa sára fjár­þörf um allt land. Auknar rík­is­tekjur eru ekki sjálf­krafa ávísun á þenslu ef fjár­munir eru settir í valin vel­ferð­ar-, mennta- og sam­göngu­verk­efni um land allt, m.a. á svoköll­uðum köldum svæð­um. Og lækkun rík­is­út­gjalda nú, nið­ur­greiðsla til skulda á þessum tíma, á ekki að kosta alvar­legan vanda tug­þús­unda manna. Það má hægja á skulda­skil­um. Lítil breyt­ing þar skilar miklu til sam­neysl­unnar sem verður að bæta og auka. Nöldur um að skatta­hækk­anir nemi einni milljón króna á manns­barn á að fela stað­reyndir um á hverja þeir leggj­ast. Þorri almenn­ings bæri létt­ar, nýjar byrð­ar, ef nokkr­ar.