Tímamót í sögu VG

20 ára afmæli VG nálgast óðum og þér er boðið í afmælisveislu 9. febrúar 2019

Verið er að rita sögu VG og þar leggur fjöldi félaga sitt að mörkum.
Nú gefst tækifæri á að kaupa bókina í afmælisáskrift.
Þeir sem það gera fá nafn sitt skráð í bókina í „tabula gratulatoria“,  hamingjuóskalista.

Í boði er þrennskonar áskrift að afmælisbókinni á kostakjörum!

Gulláskrift 15.000 krónur.
Silfuráskrift 10.000 krónur.
Bronsáskrift 5.000 krónur.

Söguritari VG er Pétur Hrafn Árnason, sagnfræðingur. Við minnum á að enn er tekið á móti myndum og sögum úr starfi flokksins síðustu 20 ár á sagavg@vg.is

Félagar á póstlista VG hafa þegar fengið tilboðið sent, en fyrir ykkur hin er hægt að nálgast greiðslur hérna á síðunni og það er ekki skilyrði að vera skráður félagi í VG til að kaupa afmælisáskrift.

SKRÁNING HÉR

Dagskrá afmælishátíðar

DRÖG AÐ DAGSKRÁ – með fyrirvara um breytingar:

FÖSTUDAGUR – 8. febrúar

Flokksráðsfundur

17.00                  Ávarp varaformanns

17.15                  Ávarp formanns

18.15                  Framkvæmdastjóri um stöðuna í fjármálum hreyfingarinnar

18.30                  Kvöldmatarhlé – súpuhlaðborð greitt á staðnum

19.40                  Almennar stjórnmálaumræður

21:45                  Afgreiðsla ályktana

22.30                  Fundi slitið

LAUGARDAGUR – 9. febrúar

Afmælishátíðardagskrá

10:00                Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi formaður VG og forseti Alþingis opnar afmælishátíðardagskrá

10:20                 Pia Olsen-Dyhr, formaður SF í Danmörku, ávarpar afmælisgesti

10.30                 Christian Juhl, þingmaður Enhedslisten í Danmörku, ávarpar afmælisgesti

10:35                  Um stöðu VG í heiminum.      Róbert Marshall, fyrrum þingmaður og blaðamaður

11:05                  Kirsti Bergstö, varaformaður Sosialistisk Venstrepartií Noregi, ávarpar afmælisgesti

11:15                  Sirið Stenberg, heilbrigðis og innanríkisráðherra Færeyja, ávarpar afmælisgesti

11:20                  Hádegishlé – samlokuhlaðborð

12.30               „Staða vinstrisins og hnattrænar áskoranir:

Viðbrögð við loftslagsbreytingum og félaglegum ójöfnuði á afturhaldstímum”

Frummælendur:

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG

Ed Miliband, þingmaður og fyrrum leiðtogi Verkamannaflokksins

Miatta Fanhbulleh, hagfræðingur og framkvæmdastjóri New Economics Foundation

Kristina Háfoss, fjármálaráðherra Færeyja

Beatrix Campbell, rithöfundur og aðgerðarsinni

Málþingið fer fram á ensku.

14:30                  Kaffihlé

15:00-15.45     Saga VG fyrri hluti

Pétur Hrafn Árnason söguritari og

Svandís Svavarsdóttir tala við góða gesti.

15:45-16:00     Prins Póló og Benni Hemm Hemm spila

16.00                 Kaffihlé

16:15-17.00     Saga VG seinni hluti

Pétur Hrafn Árnason söguritari og

Svandís Svavarsdóttir tala við góða gesti.

 

Dagskrá hátíðarkvöldverðar:

Veislustjórar – Brynhildur Björns og Orri Páll

19.00                  Fordrykkur, Jónas Sjöstedt, formaður Vänsterpartiet í Svíþjóð ávarpar afmælisgesti

19:30                  Ljúfir tónar frá Sigríði Thorlacius

20.00                  Hátíðarkvöldverður og skemmtiatriði, m.a. Ari Eldjárn með uppistand.

LAMBAHRYGGSVÖÐVI

Sinneps og kryddjurtahjúpað lambahryggsvöðvi með gljáðum skarlottulauk,

bökuðu kartöflusmælki og blönduðu grænmeti.

PAVLOVA í eftirrétt.

Hægt að panta ljúffengan vegan/grænmetisrétt.

23.00                          Dagskrá lýkur.