VG á Akureyri – opið hús í hverri viku.

Bæjarfulltrúi VG á Akureyri og bæjarmálahópur hreyfingarinnar ætlar að hafa opið hús á skrifstofunni alla miðvikudaga í vetur frá klukkan 16 – 18. Þessir samtalsfundir hefjast í dag, miðvikudaginn 22. ágúst 2018 eins og sjá má á eftirfarandi tilkynningu.

Í dag og alla miðvikudaga í vetur, ætlum við í VG að hafa skrifstofuna okkar opna kl. 16-18

Við vonum að íbúar nýti sér þetta til að setjast niður með okkur, spjalla og miðla hugmyndum og málefnum sem við ættum að beita okkur fyrir.

Við erum svo heppin að hafa mjög öflugan hóp sem hefur tekið að sér að sinna nefndarstarfi næstu fjögur árin, sum eru nýgræðingar í pólitík en önnur hafa áður tekið þátt, en fyrir okkur öll er afskaplega mikilvægt að heyra í félögum og öðrum sem brenna fyrir réttlæti og jöfnuð og fá ábendingar um mál sem þarf að skoða, ýta eftir eða ræða inni í stjórnkerfi Akureyrarbæjar.

Bæjarfulltrúinn okkar mun vera til staðar á skrifstofunni á þessum tíma þegar mögulegt er en ef hún þarf að vera annarsstaðar á fundum mun annað nefndarfólk vera til staðar.

Við vonumst til að sjá ykkur sem flest, þó ekki sé nema bara í spjall og kaffi eða te