VG á flokksráðsfundi í Logalandi í Borgarfirði um helgina

 

Stefnan fyrir sveitarstjórnarkosningar

Sumarferð 19 – 20 ágúst.

 

Flokksráðsfundur Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs fer fram í Logalandi í Borgarfirði um hlegina. Hann hefst klukkan tíu og lýkur síðdegis.  En að fundi loknum fara félgar í VG í árlega sumarferð og heimsækja VG fólk í héraði.  Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, heldur ræðu í upphafi fundar og leggur línurnar fyrir spennandi vetur í stjórnmálunum.  „Við þurfum aðgerðir strax til að snúa af braut ójöfnuðar. Núverandi ríkisstjórn hefur  ekki áhuga á því.  Hún er auk þess veik og ósamstæð þannig að mikilvæg málefni bíða á kostnað almennings,“ segir Katrín.  Fjölmiðlar sem þess óska geta fengið ræðu Katrínar, fyrirfram í trúnaði þar til hún hefur verið birt.  En talað orð gildir.

Fjallað verður sérstaklega um sveitarstjórnarkosningarnar á næsta ári á fundinum í Logalandi og en undirbúningur þeirra er hafinn víða um land. Óli Halldórsson, oddviti VG listans í Norðurþingi, fer yfir baráttuna framundan og miðlar af reynslu úr sterku vígi VG.

Undirbúningur landsfundar VG setur einnig svip á fundinn í Borgarfirði um helgina. Málefnahópar kynna stefnumótun í mikilvægum málaflokkum eins og húsnæðis, efnahags, velferðar og sveitarstjórnarmálum. Þær verða bornar undir landsfund í byrjun október.

Landsfundur VG verður haldinn í Reykjavík 6 – 8 október. Þar verður kosin ný stjórn hreyfingarinnar og samþykktar stefnumótun og áherslur til næstu ára.

 

Nánari upplýsingar:

Lísa Kristjánsdóttir, aðstoðarmaður Katrínar Jakobsdóttur.  Sími. 899 9225.

Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs: 896 1222