VG fundur í Stavanger í Noregi – örlítið breyttur

Vinstri græn halda fund fyrir Íslendinga í Noregi í Stavanger á sunnudaginn, 25. september.  Björn Valur Gíslason, varaformaður VG boðaði til fundarins í samstarfi við Íslendinga í borginni og nærsveitum. Fundurinn verður á Sölvberget í miðborg Stavangurs, klukkan 14.00 á sunnudag. Vegna útkalls á sjó, eru líkur á að fundarboðandinn forfallist, en frá Íslandi kemur í staðinn, Steingrímur J. Sigfússon, fyrrum fjármálaráðherra, formaður VG og einn af stofnendum hreyfingarinnar. Framkvæmdastjóri VG, Björg Eva Erlendsdóttir kemur með honum á fundinn.  Rætt  verður um samfélagið, stjórnmálin og kosningabaráttuna framundan.  Einnig verða kannnaðir möguleikar á stofnun nýs félags Vinstri Grænna í Noregi.  En mikill áhugi er á þróun íslensks samfélags í fjölmennum Íslendingabyggðum í vestur Noregi.