VG í meirihluta sveitarstjórn Norðurþings.

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn, Vinstri­hreyf­ing­in – grænt fram­boð og óháðir og Sam­fylk­ing­in og annað fé­lags­hyggju­fólk hafa gert með sér sam­komu­lag um mynd­un meiri­hluta í sveit­ar­stjórn Norðurþings kjör­tíma­bilið 2018-2022.

Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu frá flokk­un­um þrem­ur í Norðurþingi, en sam­komu­lag flokk­anna bygg­ist á mál­efna­samn­ingi sem er sam­kvæmt stefnu­skrám fram­boðanna fyr­ir sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arn­ar.

Í til­kynn­ingu meiri­hlut­ans seg­ir að í þessu sam­starfi fel­ist rík­ur vilji til að ákv­arðana­taka sveit­ar­stjórn­ar miði að því að fjöl­skyld­an verði sett í fyrsta sæti og þjón­ust­an við hana einnig.

Óli Halldórsson, stjórnarmaður í VG er sveitarstjórnarfulltrúi hreyfingarinnar í Norðurþingi.