VG krefst rannsóknar á skattaundanskotum

Þingflokkur VG hefur lagt fram þingsályktunartillögu um hafin skuli rannsókn á aflandsfélögum Íslendinga og skattaundanskotum á vegum Alþingis.

Fjöldi og starfsemi félaga sem tengjast íslenskum aðilum, einstaklingum og lögaðilum, og eru í skattaskjólum sem skilgreind hafa verið af Efnahags – og framfarastofnuninni, OECD, og íslenskum stjórnvöldum verði rannsökuð og í því skyni skipi forseti Alþingis rannsóknarnefnd. Fleiri tillögur er að finna í þingsályktunartillögunni sem var dreift í gær á þinginu, meðal annars að fjármálaráðherra skipi rannsóknarhóp sem fari yfir og meti skattaundanskot og aðra ólögmæta starfsemi og að skattrannsóknarstjóri skili skýrslu um störf og niðurstöður rannsóknarhópsins til forseta Alþingis.

Hér má sjá þingsályktunartillöguna sem dreift var á þinginu í gær;

http://www.althingi.is/altext/145/s/1152.html