VG stillir upp í Árborg

Félagsfundur VG í Árnessýslu ákvað á fundi í gærkvöld að stilla upp á lista í Árborg fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Margrét Magnúsdóttir, Einar Sindri Ólafsson, Anna Gunnarsdóttir, Einar Bergmundur Þorgerðar og Bóasarson og Almar Sigurðsson voru kosin í uppstillingarnefnd. Sá síðastnefndi er formaður.

Almar segir stefnt að því að kynna framboðslistann 5. apríl. Á fundinum var einnig ákveðið að vinna að opnun kosningamiðstöðvar á Selfossi um mánuði fyrir kosningar, þegar framboðslistinn liggur fyrir.