VG vikan 16.12.16

Þingflokkur VG reynir nú að hafa áhrif á pólitíkina í fjárlagafrumvarpinu, síðustu dagana fyrir jól og tryggja aukið fjármagn í velferðar- og menntamál. Nefndarfundir verða í  fjárlaganefnd og efnahags- og viðskiptanefnd um helgina.  Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir situr þar fyrir VG. Líkur eru á að fjárlagafrumvarpið,  verði afgreitt úr nefnd til annarrar umræðu í byrjun næstu viku. Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis fjallar nú m frumvarp um jöfnun lífeyrisréttinda, en þar situr Katrín Jakobsdóttir, fyrir VG. Stefnt er að afgreiðslu frumvarpsins fyrir árslok. Enn er deilt um hvort réttur opinberra starfsmanna sé tryggður. Hvort þing starfar milli jóla og nýjárs skýrist ekki fyrr en í næstu viku. Þingmenn VG tóku upp margvísleg mál í umræðum um störf þingsins í vikunni, sem finna má á heimasíðu Alþingis, en mörg þeirra voru líka í fréttum í vikunni. Nánar um þetta allt á lokaðri facebook síðu félaga í VG.

Á mánudag slitnaði upp úr stjórnarmyndunarviðræðum fimm flokka og framan af viku voru uppi ásakanir frá hinum flokkunum um að viðræðuslitin væru alfarið á ábyrgð VG. Staðreyndir um hvað bar á milli hafa smám saman komið fram, td í viðtali Fréttatímans við Katrínu Jakobsdóttur og í pistlum Kolbeins Óttarssonar Proppé á heimasíðu VG.

Eldri vinstri græn VG, voru fyrst til að fara jákvæðum orðum um hlut VG í stjórnarviðræðunum, en á jólafundi þeirra um miðja vikuna voru samþykktar sérstakar þakkir til formanns og þingflokks fyrir að halda uppi baráttunni fyrir réttlátara þjóðfélagi. Fleiri þingmenn skrifuðu pistla um gang mála og mættu á fundi, til að skýra stöðuna. Það gerði Ari Trausti Guðmundsson á jólafundi VG í Árnessýslu á miðvikudagskvöldið.  Og þótt nú sé aðeins vika til jóla, verður áfram líf í pólitíkinni í  næstu viku. Þá halda Ung vinstri græn jólafund sem auglýstur verður á heimasíðunn í vikunni. Nýr málefnahópur Vinstri grænna um neytendamál er einnig að stíga sín fyrstu skref og hefur stefnt til sín, fulltrúum frá Alþýðusambandinu og nýjum formanni Neytendasamtakanna.

Og að lokum – til hliðar við pólitíkina. Dregið var í kosningahappdrætti VG á mánudaginn í þessari viku. Það er reyndar rammpólitískt.  Þið finnið  vinningsnúmerin finnið  hér á heimasíðunni, undir flipanum fréttir.