Fréttir

Of víðtækar heimildir til upplýsingaöflunar í LÍN frumvarpi?

Óhætt er að full­yrða að frum­varp Ill­uga Gunn­ars­son­ar, mennta­mála­ráð­herra, um breyt­ingar á Lána­sjóði íslenskra náms­manna sé ekki ein­göngu umdeilt meðal náms­manna og háskóla­fólks, heldur er alvar­lega gagn­rýni að finna víð­ar. 

Sú gagn­rýni hefur m.a. komið skýrt fram á fundum í alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd Alþingis þegar fjallað hefur verið um frum­varp­ið. Í stuttu máli er það svo að meiri­hluti umsagn­ar­að­ila um málið hafa miklar athuga­semdir við það. 

Í umsögn rík­is­skatt­stjóra, en full­trúi hans kom á fund nefnd­ar­inn­ar, koma fram upp­lýs­ingar sem afar brýnt er að vekja athygli á en hann telur að alls­herjar – og menna­mála­nefnd þurfi að skoða  alvar­lega hversu víð­tæka heim­ild LÍN hefur til að afla sér upp­lýs­inga um ein­stak­linga. 

Í núgild­andi lögum um Lána­sjóð­inn hefur það ítrekað komið fyrir að for­eld­ar, sem voru ábyrgð­ar­menn barna sinna, lentu í því að inn­heimtu­að­ilar fyrir hönd Lána­sjóðs­ins köll­uðu eftir skatt­fram­tölum þeirra með vísan til þess að inn­heimta á nám­skuldum félli undir fram­kvæmd lag­anna. Þessu er haldið eftir í frum­varpi Ill­uga um breyt­ingar á LÍN og þýðir í raun að í frum­varp­inu eru allt of víð­tækar heim­ildir til upp­lýs­inga­öfl­unar um fjár­hags­lega hagi lán­þega. 

Rík­is­skatt­stjóri leggur til að í frum­varp­inu verði ákvæð­ið ­þrengt þannig að emb­ættið þurfi ekki að upp­lýsa annað en það sem varðar lán­taka sjálfan eða sem snýr beint að veit­ingu náms­að­stoð­ar, en ekki önnur atriði sem eru lán­tök­unni óvið­kom­andi. Þetta þarf að byggja á upp­lýstu sam­þykki umsækj­anda en ekki á að hafa allt stjórn­kerfið undir í heim­ild­inni til upp­lýs­inga­öfl­unar um ein­stak­ling­inn. Það er  er óvið­kom­andi því að hann vill ein­fald­lega taka náms­lán sér til fram­færslu á meðan námi stend­ur. 

Þetta er eitt­hvað sem Per­sónu­vernd þyrfti að kafa mun betur ofan í að mínu mati.

Annað sem kom fram hjá full­trúa rík­is­skatt­stjóra varð­andi náms­styrk­inn, sem er tekju­skatt­skyldur en ekki stað­greiðslu­skyld­ur, að um slíka styrki gildi lög og reglu­gerðir sem þyrfti að breyta.  Ekk­ert liggur fyrir um það hvort og hvaða kostnað náms­menn mega draga frá til að mæta tekju­skatts­skyld­unni eins og gildir um aðra styrki. Styrk­ur­inn er sem sagt reikn­aður nem­endum til tekna og bæt­ist við þær tekjur sem náms­menn vinna sér inn og skerðir því lána­fyr­ir­greiðsl­una hjá LÍN.  Þetta mis­munar fólki eftir efna­hags­legri stöðu þess og er því á skjön við hlut­verk Lána­sjóðs íslenskra náms­manna. 

Margt annað væri hægt að nefna en þessi tvö dæmi und­ir­strika að málið allt er van­hugsað á svo marga vegu.  

Höf­undur er þing­maður VG og nefnd­ar­maður í alls­herj­ar-og mennta­mála­nefnd. Greinin birtist upphaflega í Kjarnanum.