Viðtalstími – á Hallveigarstöðum

Þingmennirnir Kolbeinn Óttarsson Proppé og Una Hildardóttir, sem nú situr inni á þingi sem varamaður fyrir Ólaf Þór Gunnarsson, í SV-kjördæmi,  ræða stjórnmálin við gesti og gangandi í fyrsta viðtalstíma ársins í höfuðstöðvum Vinstri grænna á Hallveigarstöðum klukkan fimm í dag.  Viðtalstímar stjórnmálamanna verða fastir  liðir fram að sveitarstjórnarkosningum á hálfsmánaðarfresti.

Allir eru velkomnir að Túngötu 14, í dag þar sem færi gefst á að spyrja stjórnmálamennina um allt milli himins og jarðar.  Friðrik Dagur Arnarson, félagi í Vinstri grænum í Reykjavík, stjórnar umræðunum og sér til þess að gestir komi sínum málum að í umræðunum.