Vinningsnúmer í happdrætti VG

Dregið var í kosningahappdrætti Vinstri grænna í dag 12. desember. Hægt er að vitja vinninga til 20. febrúar 2017. Í þeim tilgangi er hægt að hafa samband við skrifstofu flokksins, á Túngötu 14, eða í síma 5528872.

 

Nr. Vinningur Verðmæti Vinningsnúmer
1 Þá var önnur öldin er Gaukur bjó … Helgardvöl að Hamarsheiði 1, Skeiða- og Gnjúpverjahreppi í boði Bjargar Evu Erlendsdóttur sem jafnframt býður leiðsögn um Þjórsársvæðið – vonandi óvirkjað! Heitur pottur á staðnum. Fyrir allt að 7. 60.000 1185
2  Kata rokkar og rokkar og rólar … Stanslaust stuð í boði Andreu Jóns rokkdrottningar – pússið tjúttskóna – fyrir partýið, geimið og gleðina. 80.000 1995
3 Ljúfmeti úr lambhögum … Steingrímur J.Sigfússon býður forréttakörfu, fyllta norðurþingeyskum sauðfjárafurðum frá Fjallalambi. 10.000 1611
4 Fiskurinn hefur fögur hljóð – en bæta má ef duga skal … Daníel E. Arnarsson býður tveggja klukkutíma söngnámskeið. Kverkar kældar í lokin. Fyrir allt að 5. 35.000 1465
5  Í upphafi var borðið – við bættust munnþurrkur og magans lystisemdir … Ingi Rafn Hauksson veitingastjóri greinir frá galdri góðrar veislu. Fyrir allt að 6. 45.000 874
6 Garnir raktar – um allt nema eigið ágæti … Í tilefni af 50 ára skáldaafmæli á árinu býður Úlfar Þormóðsson til samræðna um allt milli himins og jarðar – að undanskildum eigin verkum. Einörð svör á boðstólum sem og eðalkaffi. Fyrir allt að 6. 60.000 1160
7  „Ástarljóð til þorsksins söng Stella Hauks – og þorskurinn syndir og syndir þrátt fyrir kvótakónga … Inga Eiríksdóttir býður 9 kílóa öskju af sjófrystum þorski. Vatnið kemur strax í munninn. 10.000 4967
8 Lopinn teygður og teygður … Krissa Ben prjónlesari töfrar fram lopapeysu að ósk. 35.000 2496
9 Njótum náttúrunnar … og afurðanna … Jóhannes Sigfússon býður vikudvöl í sumarhúsi á Gunnarsstöðum. Jafnhliða býður Kristín Sigfúsdóttir til málsverðar í Gamla bænum og leiðsögn um Þistilfjörð og Langanes. Fyrir 4. 56.000 2088
10  Hús andanna … Birna Þórðardóttir býður í skoðunarferð um hús sitt. Portkonupasta og vín hússins. Fyrir allt að 6. 80.000 247
11 . … margur varð af hernum api … Frá Forlaginu kemur bók Páls Baldvins Baldvinssonar, Stríðsárin 1938-1945. 16.990 1280
12  „ … kennd er við Hálfdan hurðin rauð,/ hér mundi gengt í fjöllin;” Með snjótroðara flytur Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir gesti upp á Múlakollu í Ólafsfirði. Upphiminslegt útsýni. Tapas og guðaveigar þegar niður er komið. Fyrir 2. 63.000 764
13  Fjósalykt í fangið … Hjónin á Erpsstöðum í Dölum, Helga Elínborg Guðmundsdóttir og Þorgrímur Einar Guðbjartsson, stunda dásemdar rjómabúskap. Skoðunarferð um búið og smökkun á hnossgæti – svo sem Kjaftæðisís og skyrkonfekti. Fyrir allt að 6 fullorðna, börn velkomin. 35.000 801
14  Lystaukandi listmunir fyrir matarboðið … Borðdúkur, glasamottur og servíettur frá Berg, íslenskri hönnun frá Langanesi. Í boði Grétu Bergrúnar Jóhannesdóttur. 10.000 311
15 Nonni og Manni löngu horfnir – en Pollurinn, Brekkan, Gilið og Eyrin á sínum stað – að ógleymdum kirkjutröppunum … Sóley Björk Stefánsdóttir leiðir gesti um gósenlendur Akureyrar. Gönguferð lýkur með grilli og tilbehör í Kjarnaskógi. Fyrir allt að 6. 80.000 580
16 Margt býr í moldinni eða Á leiðinni milli leiða … Heimir Janusarson fetar óræðar slóðir Gamla kirkjugarðsins við Suðurgötu. Skáldamjöður hvar við á. Fyrir allt að 10. 60.000 725
17  „Það er til einn tónn, …….. En sá sem hefur heyrt hann sýngur ekki – framar.” Frá Forlaginu kemur bók Árna Heimis Ingólfssonar, Saga tónlistarinnar. 11.990 1893
18 Könguló, könguló – vísaðu mér … Sif Jóhannesdóttir býður til tveggja daga berjaferðar að Ærlæk, í Öxarfirði. Innifalin gisting og kvöldverður, ásamt leiðsögn í berjamóinn. Fyrir 4. 60.000 1739
19 Um eyjar og sund má finna „ránardætur og himinský” … Ragnar Óskarsson ýtir úr vör í Vestmannaeyjum. Léttar veitingar á leiðinni. Mælt með vor- eða sumarferð. Fyrir 2. 45.000 1167
20  Kampavínskommúnisti Teikning eftir Ragnar Kjartansson frá árinu 2010. Verðmæti 420.000 2693
21 Æfingin skapar meistarann … Meisam Rafiei taekwondoþjálfari kennir grunntaktana í taekwondo. Fyrir sex. 60.000 3394
22 Hjartað býr enn í helli sínum … Kristín Benediktsdóttir og Unnur Jónsdóttir bjóða til hellisferðar nálægt Kaldárseli. Gengið verður inn í hellinn – og aftur út – sem er til bóta! Gestir upplýstir með höfuðljósum. Hlýleg hressing við ferðalok. Fyrir 3. 30.000 4323
23  Bíum, bíum bambaló … Gisting með morgunverði á Hótel Borealis við Úlfljótsvatn. 26.000 4864
24 … og svo er vaknað af værum blundi … Gisting með morgunverði og þriggja rétta kvöldverði á Hótel Rangá. Fyrir 2. 49.900 1222