VinstraGrænt grill á Messanum

Vinstri græn hittast í grillveislu á morgun, laugardag 14. október, kl. 14.30-16.00 úti á Granda, nánar tiltekið á Messanum, þar verður skemmtun, stjórnmál, pulsur og gleði. Birna Þórðardóttir skipuleggur skemmtunina sem nánar má fræðast um hér.

 

 

Vinstrigræn í Reykjavík veifa grillgræjum á Messanum, Grandagarði 8 – við hliðina á Sjóminjasafninu.

 

Frambjóðendur mæta og fá örtíma – hámark tvær mínútur – til sjálfvalinnar framsagnar:

Katrín, Svandís, Kolbeinn, Eydís, Halla og Andrés Ingi sýna færni í tímamarkaðri tjáningu. Verða á staðnum til skrafs og ráðagerða, þannig að – um að gera að mæta og veita frambjóðendum stuðning og gefa góð ráð!

 

Beinar tilbúnar spurningar – tveggja mínútna svar – spurningum svara:

Indriði H. Þorláksson: Hvernig skutla menn peningum í skattaskjól?

Drífa Snædal: Hvernig er fólk flutt til landsins í þrældóm?

Úlfar Þormóðsson: Hvernig lifir maður lífið af?

 

Tónlistin á sinn sess

 

Boðið verður upp á pylsur, sætar kartöflur, gulrætur & tilheyrandi

 

Öll drykkjarföng – að undanskildu vatninu – seld á barnum

 

“Ætlarðu að nenna að gefast upp? Ekki? Fínt – þá er bara að halda áfram.”