Vinstri fundur um verkalýðsmál

Húsfyllir var á fundi VG á höfuðborgarsvæðinu með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, Drífu Snædal, forseta ASÍ, Sonju Ýr Þorbergsdóttur, formanni BSRB og Sólveigu Jónsdóttur, formanni Eflingar, í Mjóddinni í morgun. Verkalýðsleiðtogarnir kynntu helstu kröfur sinna samtaka í kjaraviðræðum og forsætisráðherra fór yfir aðgerðir sem fyrirhugaðar eru af hálfu stjórnvalda til að bæta hag vinnandi fólks. Drífa Snædal hvatti VG til dáða sem vinstri flokk og forsætisráðherra tók undir og vísaði til samtals stjórnvalda við verkalýðshreyfinguna síðustu misserin.

Katrín Jakobsdóttir, sagði mikilvægt að eyða óvissu launafólks á húsnæðismarkaði og koma sér saman um fjölbreyttar aðgerðir til að bæta úr skorti á húsnæði sem sé einn stærsti áhyggjuvaldur láglaunafólks.

„Við stönd­um á nokkr­um tíma­mót­um þegar kem­ur að efna­hags­mál­um á Íslandi sem og í heim­in­um. Sú hag­fræðikenn­ing sem hef­ur mótað efna­hags­stefnu 20. ald­ar­inn­ar, efna­hags­stefna sem bygg­ir fyrst og fremst á því að halda áfram hag­vexti út í eitt, sú efna­hags­stefna er að líða und­ir lok.“

Katrín sagði að efna­hags­stefn­an væri að renna sitt skeið vegna fé­lags­legra og um­hverf­is­legra ástæðna. „Það er hugs­an­lega ekk­ert til sem heit­ir grænn hag­vöxt­ur og stjórn­völd þurfa að fara að hugsa eft­ir öðrum leiðum út­frá hag­sæld.

Fundurinn var haldinn á vegum VG félaga í Reykjavík og nágrenni, Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra VG var fundarstjóri, Steinar Harðarsson, formaður Reykjavíkurfélagsins, setti fundinn og stjórn hans sá um veitingar. Fundinn sótti VG fólk víða að af landinu, úr sveitarstjórnum og stjórnum VG félaga, þingmenn, varaþingmenn, almennir félagar og starfsfólk.  Greinilegt var af þátttökunni  að verkalýðsmálin og samtalið við verkalýðsforystuna er ofarlega í huga Vinstri grænna.