Við flytjum á Hallveigarstaði

Kæru félagar!

Nú liggur það fyrir að Vinstrihreyfingin – grænt framboð mun leigja skrifstofu frá og með október á Hallveigarstöðum á gatnamótum Túngötu og Garðastrætis og verður þar til húsa a.m.k. næstu þrjú ár. Þar munum við væntanlega fá aðgang að fundarherbergi frá og með áramótum og getum líka leigt salinn á Hallveigarstöðum undir stærri fundi. Eins og kunnugt er ákvað stjórn hreyfingarinnar að selja fasteignirnar að Suðurgötu 3 og Hamraborg 1-3 til að rétta af fjárhagsstöðu hreyfingarinnar. Síðan þá hefur staðið yfir leit að heppilegu og aðgengilegu leiguhúsnæði. Það er ánægjulegt að þetta hafi gengið eftir og við munum væntanlega flytja núna í október í þessar nýju höfuðstöðvar.

Bestu kveðjur,

Katrín Jakobsdóttir