Vöfflur og viðburðir

Á morgun, sunnudag verður opið hús og vöfflukaffi í kosningamiðstöðinni VG í Reykjavík í Þingholtsstræti 27, á milli 14:30 og 16:30. Upplestur, tónlist og góður félagsskapur – öll velkomin!
Við minnum svo á að það er heitt á könnunni hjá okkur alla virka daga. Frá mánudegi til miðvikudags er opnunartíminn 15-18, og fimmtudag og föstudag 15-17. Lítið endilega við.

Suðvesturkjördæmi lætur ekki sitt eftir liggja og opnaði tvær kosningamiðstöðvar í dag. Aðra í Kópavogi og hina í Hafnarfirði. Og þar verður áfram opið, ALLA daga fram að kosningum.  Verið hjartanlega velkomin í kaffi og spjall! Opið verður í kosningaskrifstofum okkar að Strandgötu 11 Hafnarfirði og Auðbrekku 16 Kópavogi frá 14-17 helgardaga en 16-21 virka daga.

Síðustu þrjá dagana fyrir kosningar verður opin kosningavaka í Fischersetrinu á Austurvegi á Selfossi.

Og allt saman endar þetta með firnasterkri kosningavöku í Iðnó í Reykjavík. En allt um það síðar.