Fréttir

Vondar fréttir fyrir heimsbyggðina

Leið­toga­fund­ur­inn í Höfða árið 1986 er í hugum margra ein­hver merkasti atburður í Íslands­sögu tutt­ug­ustu ald­ar. Þótt fund­ur­inn sjálfur virt­ist á sínum tíma ekki skila neinum sér­stökum árangri, leiddi hann þó til und­ir­rit­unar eins af mik­il­væg­ustu afvopn­un­ar­samn­ingum síð­ari tíma. Samn­ing­ur­inn um afnám með­al­drægra flauga var und­ir­rit­aður af leið­togum Sov­ét­ríkj­anna og Banda­ríkj­anna í lok árs 1987.

Í ljósi þessa eru yfir­lýs­ingar Banda­ríkja­stjórn­ar, um að hún hygg­ist segja upp sam­komu­lag­inu, mikil von­brigði. Fregnir þessar eru áfall, ekki bara fyrir Íslend­inga sem er umhugað um arf­leifð fund­ar­ins í Höfða, heldur heims­byggð­ina alla.

Mik­il­vægi samn­ings­ins felst nefni­lega í því að með­al­drægar flaugar gefa aðilum í víg­bún­að­ar­kapp­hlaupi svo skamman við­bragðs­tíma áður en til árásar kynni að koma. Það þýðir að lík­urnar á að kjarn­orku­stríð hefj­ist fyrir mis­tök, til dæmis vegna falskrar aðvör­un­ar, marg­fald­ast. Heim­ur­inn verður mun háska­legri staður án samn­ings­ins.

Grípum í taumana

Það er engum blöðum um það að fletta að boðuð upp­sögn Banda­ríkja­manna á samn­ingnum teng­ist áhuga þeirra á gerð nýrra kjarnaflauga og eld­flauga­kerfa. Risa­veldin vinna hörðum höndum að þróun kjarn­orku­vopna og grafa með því undan gild­andi afvopn­un­ar­samn­ing­um. Þau hafa engan áhuga á að virða þau ákvæði NPT-sátt­mál­ans um bann við útbreiðslu kjarn­orku­vopna, sem skuld­bindur kjarn­orku­veldin til að vinna að útrým­ingu slíkra vopna.

Í ljósi þess­ara stað­reynda hefur mik­ill meiri­hluti þjóða heims­ins komið sér saman um nýjan sátt­mála Sam­ein­uðu þjóð­anna, um bann við kjarn­orku­vopn­um, sem sam­þykktur var á síð­asta ári. Við­brögð Nató-­ríkja hafa verið á þá leið að gera lítið úr þeim sátt­mála og segja að betra sé að stefna að afvopnun á grunni NPT-­samn­ings­ins.

Aðgerðir Banda­ríkja­stjórnar nú sýna glögg­lega að það er ekki raun­hæft. Ísland að beita sér fyrir því að samn­ingnum um afnám með­al­drægra flauga verði við­haldið og skipa sér í hóp þeirra ríkja sem vilja banna kjarn­orku­vopn áður en það verður of seint.

Steinunn Þóra Árnadóttir. Höf­undur er þing­maður Vinstri­hreyf­ing­ar­innar – græns fram­boðs.