Vori fagnað með VG

VG kveður veturinn og gott vetrarstarf í veislusal Hallveigarstaða á Túngötu 14.   Nýliðar í hreyfingunni eru boðnir  sérstaklega velkomnir til að fagna Vinstra grænu vori. Katrín Jakobsdóttir formaður VG kynnir starfið á léttu nótunum og segir frá því hvernig hægt er taka virkan þátt í uppbyggilegri og skemmtilegri pólitík.   Nýir félagsmenn segja frá því hvers vegna þeir ákváðu að ganga til liðs við Vinstri græn.  Nýir formenn svæðisfélaga verða til viðtals í alvöru og gamni.  Að lokum verða léttar veitingar í boði og við vonumst til að sjá ykkur sem flest.  Skemmtunin er barnvæn og það verður táknmálstúlkur á staðnum.