Hér kemur allt um undirbúning framboð stöðuna fyrir sveitarstjórnarkosningar 2018

Sveitarstjórnarráðstefna 2018

Reykjavík

Rafrænt forval fer fram 24. febrúar fyrir efstu 5 sætin.

Kjörnefnd bárust eftirfarandi framboð:

Björn Teitsson, blaðamaður, býður sig fram í 3. sæti.
Elín Oddný Sigurðardóttir, varaborgarfulltrúi, býður sig fram í 2. sæti.
Guðbjörg Ingunn Magnúsdóttir, grunnskólakennari, býður sig fram í 3.-5. sæti.
Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson, doktorsnemi, býður sig fram í 2-4. sæti.
Hermann Valsson, grunnskólakennari, býður sig fram í 3. sæti.
Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm, leikkona, býður sig fram í 4. sæti.
Jakob S. Jónsson, leiðsögumaður, býður sig fram í 4-5. sæti.
Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi, býður sig fram í 1. sæti.
Ragnar Karl Jóhannsson, uppeldis- og tómstundafræðingur, býður sig fram í 4.-5. sæti.
René Biasone, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, býður sig fram í 4. sæti.
Þorsteinn V. Einarsson, æskulýðsfulltrúi, býður sig fram í 3. sæti.

Forvalið fer fram laugardaginn 24. Febrúar næstkomandi

Akureyri

Uppstilling verður notuð við val á lista.

Sendu póst á uppstillingarnefnd til að stinga upp á fólki, tölvupóstfang er akureyri.vg@gmail.com

Í uppstillinganefnd voru kosin Hildur Friðriksdóttir, Hlynur Hallsson, Valur Sæmundsson, Kristín Sigfúsdóttir og Sigmundur Sigfússon.

Hafnarfjörður

Uppstilling verður notuð við val á lista.

Í uppstillinganefnd voru kosin Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, Gestur Svavarsson og Birna Ólafsdóttir.

Reykjanesbær

Hefur þú áhuga á að taka þátt í öflugu starfi VG á vettvangi sveitastjórnar í Reykjanesbæ?

Vinstri græn í Reykjanesbæ auglýsa eftir framboðum áhugasamra sem vilja taka sæti á framboðslista VG.

Jafnframt er óskað eftir tillögum um fólk á framboðslista.

Hægt er að hafa samband við okkur á vg@vg.is s: 552 8872

Árnessýsla

Vilt þú taka þátt í að móta þitt nærsamfélag?

Hefur þú áhuga á skipulagsmálum, fræðslumálum, menningarmálum, málefnum eldri borgara eða öðrum sveitarstjórnarmálum?

Við ætlum að hefja undirbúning fyrir sveitastjórnarkosningar og blásum til fundar þriðjudagskvöldið 13. febrúar kl. 20:30 á Hótel Selfoss.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra verður gestur fundarins og ætlar að segja frá sínum afskiptum af sveitastjórnarmálum og hvernig við getum öll haft áhrif.
Fundarstjóri: Ari Trausti Guðmundsson þingmaður VG í Suðurkjördæmi.

Vertu með í að móta framtíðina.
Öll velkomin!