Entries by Björg Eva Erlendsdóttir

Sókn í uppbyggingu hjúkrunarrýma

  Blásið hefur verið til sóknar í uppbyggingu hjúkrunarrýma. Ný hjúkrunarheimili í Hafnarfirði og á Seltjarnarnesi verða tekin í notkun snemma á næsta ári og framkvæmdir við byggingu hjúkrunarheimilis í Árborg og við Sléttuveg í Reykjavík eru komnar vel á veg. Með þessum framkvæmdum fjölgar hjúkrunarrýmum um tæp 200 innan tveggja ára. Að auki eru […]

Tjáningarfrelsi meginregla opinberra starfsmanna

Ríkisstjórnin hefur samþykkt að leggja fyrir Alþingi frumvarp forsætisráðherra um breytingu á stjórnsýslulögum, nr. 37/1993, um tjáningarfrelsi og þagnarskyldu opinberra starfsmanna. Með frumvarpinu er lagt til að nýr kafli bætist við stjórnsýslulög þar sem lögfest verði ákvæði um að opinberir starfsmenn hafi að meginreglu frelsi til að tjá sig opinberlega um atriði er tengjast starfi […]

Örlítil stjórnarbreyting í VG í Mosfellsbæ

VG í Mosfellsbæ hélt aðalfund sinn í gær, að viðstöddum þingmanni Suðvesturkjördæmis, Rósu Björk Brynjólfsdóttur, auk fleiri gesta. Á dagskrá voru venjuleg aðalfundarstörf og stjórnmálin sjálf. Nýr formaður var kosin Bryndís Brynjarsdóttir, en Una Hildardóttir, varaþingmaður og gjaldkeri stjórnar lét af því embættinu sem hún gegndi síðasta árið. Fyrir utan nýja verkaskiptingu í stjórn voru […]

Umhverfisráðherra í Póllandi: Loftslag og mannréttindi

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, ávarpaði í dag Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna fyrir Íslands hönd. Hann þakkaði IPCC fyrir skýrslu sína um loftslagsmál og lagði áherslu á að Ísland áliti hana mikilvægt leiðarljós í verkefninu sem fram undan væri. Skýrslan hefði gefið okkur enn eitt viðvörunarkallið. „En ég spyr: Hversu margar slíkar viðvaranir í viðbót […]

Reglulegt samráð um geðheilbrigðisþjónustu

Fyrsti fundur velferðarráðuneytisins og fulltrúa notenda geðheilbrigðisþjónustu var haldinn í ráðuneytinu í gær. Fundir sem þessi verða haldnir tvisvar á ári til að skapa farveg fyrir virkt samráð við notendur hvað varðar stefnumótun og veitingu þjónustu. Til fundar við sérfræðinga ráðuneytisins komu fulltrúar Samráðsvettvangs geðúrræða á höfuðborgarsvæðinu, Hugarafls og Öryrkjabandalags Íslands. Efnt er til þessa […]

Andrés Ingi á #HeForShe í Úkraínu

Andrés Ingi Jónsson, tók þátt í pallborði um #HeForShe á kvennaþingi í Úkraínu, sem haldið var í annað sinn í síðustu viku. Hann ræddi sumt af því sem hefur áunnist í jafnréttisbaráttunni og hvernig það hefur gert samfélagið betra fyrir fólk af öllum kynjum. En Andrés minnti á að þótt Ísland raðist efst á lista […]

Landsnet í eigu þjóðar

Landsnet er eitt þeirra mikilvægu fyrirtækja sem sinna því sem okkur stjórnmálamönnum er tamt að kalla innviði; það sem þjóðin öll nýtur í gegnum samneyslu sína. Eignarhaldi á slíku fyrirtæki er því best fyrir komið hjá ríkinu sjálfu. Öllum er ljóst hve mikilvægt er að tryggja að rafmagn flæði um landið allt. Það mikilvægi þarf […]

Katrín Jakobsdóttir til liðs við alþjóðahreyfinguna Progressive International

Katrín gengur til liðs við alþjóðahreyfinguna Progressive International með Bernie Sanders og Yanis Varoufakis  Katrín Jakobsdóttir, formaður VG og forsætisráðherra, hefur gengið til liðs við alþjóðlega hreyfingu vinstrimanna sem hefur það að markmiði að sporna gegn uppgangi hægri öfgaöfla og valdboðshyggju. Hreyfingin gengur undir heitinu Progressive International og meðal annarra þátttakenda eru bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn Bernie […]