Entries by Björg Eva Erlendsdóttir

Norðurlönd verði vopnlaust svæði

Forsætisráðherra vill að norðurslóðir verði vopnlausar. Þetta kom fram á Norðurslóðaráðstefnunni Arctic Circle í morgun. Ráðstefnan er nú haldin í sjötta sinn á Íslandi. Meira en 2000 gestir frá sextíu löndum taka þátt. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpaði ráðstefnugesti, og sagði tíma kominn til aðgerða vegna hlýnunar jarðar. Þá hvatti hún til þess að norðurheimskautið yrði […]

Blóðbankaþjónusta – öryggi og birgðir

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur skipað ráðgjafanefnd um fagleg málefni blóðbankaþjónustu, samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu. Hlutverk nefndarinnar er að vera heilbrigðisyfirvöldum, Landspítala og blóðbanka spítalans til ráðgjafar um hvaðeina sem lýtur að faglegum þáttum og öryggissjónarmiðum blóðbankaþjónustu. Formaður nefndarinnar er Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga. Um ráðgjafanefndina og blóðbankaþjónustu er fjallað í 7. gr. reglugerðar um söfnun, meðferð, varðveislu […]

Róttækra breytinga er þörf

Hvernig verður lífið á Jörðinni árið 2118? Hækki hitastig jarðar um að meðaltali 2°C frá upphafi iðnbyltingar blasir afar dökk mynd við, samkvæmt skýrslu milliríkjanefndar SÞ um loftslagsbreytingar. Meðalhiti hefur þegar hækkað um 1°C og markmiðið verður að vera að fara ekki yfir 1,5°C. Á fundi umhverfisráðherra Norðurskautsríkjanna sem fram fór í Finnlandi í síðustu […]

Tindátaleikur

Íslendingar búa við einstakar aðstæður. Við búum á einangraðri eyju í miðju Atlantshafi, langt er í næstu lönd og við höfum ekki hefð fyrir því að senda unga fólkið okkar í stríð. Við gætum nýtt þær einstöku aðstæður til að verða öðrum samfélögum fyrirmynd í friðarmálum, hafna því að taka þátt í nokkru hernaðarbrölti og […]

Mönnun í hjúkrun

Ein stærsta áskor­un sem Ísland og ná­granna­lönd þess standa frammi fyr­ir nú er mönn­un­ar­vandi í heil­brigðis­kerf­inu. Sá vandi hef­ur verið viðvar­andi í fjöl­menn­um starfs­stétt­um í heil­brigðis­kerf­inu, t.d. og sér­stak­lega hjá hjúkr­un­ar­fræðing­um. Það er áhyggju­efni að slík­ur flótti sé einna helst vanda­mál þegar um er að ræða stór­ar kvenna­stétt­ir og ljóst er að við þurf­um að […]

Dvalarrými – þjónusta fyrir þá sem þurfa

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra mælti í gær fyrir frumvarpi á Alþingi sem hefur að markmiði að jafna aðgang þeirra sem þurfa á dvöl í dvalarrými eða dagdvöl að halda, óháð aldri og snýr einnig að forgangsröðun umsókna eftir þörfum viðkomandi einstaklinga. Frumvarpið er lagt fram þar sem vilji stendur til þess að unnt verði að samþykkja […]

Bætt aðgengi kvenna að kynheilbrigðisþjónustu

Bæta á aðgengi kvenna, einkum ungra kvenna, að kynheilbrigðisþjónustu og nýta betur fagþekkingu hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra samkvæmt frumvarpi til breytinga á lyfjalögum og lögum um landlækni og lýðheilsu sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að leggja fram á Alþingi. Samkvæmt því verður ljósmæðrum og hjúkrunarfræðingum heimilað að ávísa hormónatengdum getnaðarvörnum. Ráðherra kynnti frumvarpið á fundi […]

Boðað til heilbrigðisþings 2. nóvember

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra boðar til heilbrigðisþings 2. nóvember næstkomandi á Grand hótel, Reykjavík. Þingið verður helgað kynningu á drögum að nýrri heilbrigðisstefnu til ársins 2030 og umræðu um þau. Þingið er öllum opið og er skráning hafin. Leitast verður við að skýra stöðu helstu viðfangsefna heilbrigðiskerfisins og kynna megináherslur þeirrar stefnumótunar sem verið er að […]

Áfram krakkar

Lög um stofnun embættis umboðsmanns barna voru samþykkt á Alþingi árið 1994 og embættið tók til starfa ári síðar. Þá höfðu reyndar liðið átta ár frá því að fyrst hafði verið lagt fram frumvarp þess efnis en það gerði Guðrún Helgadóttir, rithöfundur og þáverandi þingmaður. Guðrún Helgadóttir hefur alla tíð verið talskona þess að börn […]