Berglind á þingi í fyrsta sinn

Berglind Häsler, ferðaþjónustubóndi og blaðamaður á Karlsstöðum í Berufirði tók í dag sæti á Alþingi í fyrsta sinn, sem varamaður Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, þingmanns Norðausturkjördæmis. Þessa viku situr Álfheiður Ingadóttir einnig á þingi, sem varamaður Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra sem er erlendis. Berglind sagðist fyrir fyrsta þingflokksfund sinn í dag, fagna þeirri óvæntu áskorun að hafa verið kölluð inn á Alþingi og segir það spennandi eins og flestar ögranir.

Skráning í málefnahóp

Málefnahópar sem munu starfa fyrir landsfund 2019.

Jafnréttismál
Matvælamál
Umhverfis- og orkumál
Heilbrigðismál
Kjaramál (Verkalýðs og Húsnæðismál)
Menntamál

 

Skráning hér

Ávinningur af friðlýsingum og 63% vilja miðhálendisþjóðgarð

Efnahagsleg áhrif friðlýstra svæða á Íslandi eru ótvírætt jákvæð. Á árinu 2017 var beinn efnahagslegur ávinningur 12 svæða og nærsamfélaga þeirra um 10 milljarðar króna. Ávinningurinn fyrir þjóðarbúið í heild var 33,5 milljarðar króna. Þetta eru niðurstöður fyrstu rannsóknar sem gerð hefur verið á landsvísu á efnahagslegum áhrifum friðlýstra svæða á Íslandi.Rannsóknin var unnin af Hagfræðistofnun Háskóla Íslands, að beiðni umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, og niðurstöður hennar voru kynntar á Umhverfisþingi sem nú stendur yfir. Rannsökuð voru 12 svæði vítt og breitt um Ísland með það að markmiði að meta efnahagsleg áhrif friðlýstra svæða á nærsamfélög þeirra og á atvinnulíf á svæðinu.

Samkvæmt rannsókninni eyða ferðamenn árlega samtals 10 milljörðum íslenskra króna innan þeirra svæða sem rannsökuð voru eða í næsta nágrenni þeirra. Þetta skapar um 1.800 störf á umræddum stöðum eða um 1.500 full stöðugildi. Um er að ræða bein störf í ferðaþjónustu, svo sem við gistingu, skipulagðar ferðir, akstur og veitingaþjónustu. 45% af eyðslu ferðafólks var inni á friðlýstu svæðunum eða í næsta nágrenni þeirra.

Svæðin sem voru rannsökuð voru Ásbyrgi/Jökulsárgljúfur, Laki og Skaftafell, sem öll eru í Vatnajökulsþjóðgarði, Þingvellir, Dynjandi, Hraunfossar, Landmannalaugar, Mývatn, Þórsmörk, Hengifoss og Hvítserkur. Tvö síðast töldu svæðin eru ekki friðlýst þótt svæðinu við Hengifoss sé stjórnað af Vatnajökulsþjóðgarði en voru tekin með í rannsóknina til að ná að fanga ólík svæði vítt og breitt um landið. Niðurstöður frá áður birtri rannsókn á Snæfellsjökulsþjóðgarði voru enn fremur uppfærðar, þannig að heildarfjöldi svæðanna varð 12.

Rannsóknir sýnir að fyrir hverja 1 krónu sem ríkið leggur til friðlýstra svæða skila 23 krónur sér til baka. Hlutfallið er ólíkt á milli svæða, allt frá 10:1 við Dynjanda og upp í 158:1 við Hraunfossa. Á Þingvöllum er hlutfallið 25:1, í Vatnajökulsþjóðgarði 15:1 og í Þórsmörk 21:1, svo nokkur dæmi séu tekin.

Alls var í rannsókninni rætt við ríflega 3.000 ferðamenn á tímabilinu frá 6. júní til 10. september 2018. Niðurstöðurnar úr viðtölunum við ferðamennina sjálfa voru bornar saman við tölur frá Ríkisskattstjóra og kannanir sem gerðar voru meðal atvinnurekenda. Alls var rætt við 415 fyrirtæki sem samtals eru með vel yfir 4.000 starfsmenn.

Að meðaltali skiluðu friðlýstu svæðin í rannsókninni áttföldum tekjuskatti miðað við rekstrarkostnað þeirra.

Niðurstöður rannsóknarinnar voru sem fyrr segir kynntar á Umhverfisþingi fyrir helgi. Rannsóknin sjálf verður birt á næstu dögum.

63% almennings á Íslandi er fylgjandi stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands, ferðamenn nefna sem aðdráttarafl hálendisins að þar sé einstök náttúra og þverpólitísk nefnd vinnur nú að því að undirbúa stofnun miðhálendisþjóðgarðs.

Tillaga um miðhálendisþjóðgarð er skrifuð í sáttmála ríkisstjórnar Íslands og fram kom á Umhverfisþinginu að þverpólitísk nefnd sem umhverfis- og auðlindaráðherra skipaði síðastliðið vor vinnur nú að framgangi málsins. Í máli Óla Halldórssonar, formanns nefndarinnar, á umhverfisþingi kom fram að nefndin væri byrjuð að fjalla um mörk þjóðgarðsins og að stefnt væri að samráðsfundum með sveitarfélögum og nytjaréttarhöfum en slíkt samtal væri afar mikilvægt. Nefndin mun skila af sér tillögu að lagafrumvarpi næsta haust.

Fleiri fréttir og streymi af fjölsóttu umhverfisþingi er að finna á vef stjórnarráðsins.

Umhverfisþing fer fram í dag

Metfjöldi hefur skráð sig á Umhverfisþing sem fram fer í dag og fjallar um nýja nálgun í náttúruvernd. Ég boðaði til þingsins til að ræða þau fjölmörgu tækifæri sem falist geta í friðlýsingum. Umræða um þjóðgarð á miðhálendinu verður fyrirferðarmikil, enda er tillaga um miðhálendisþjóðgarð nú í fyrsta sinn skrifuð í stjórnarsáttmála sem eitt af stefnumálum ríkisstjórnar á Íslandi og þverpólitísk nefnd vinnur að framgangi málsins. Það er einstakt að finna þennan mikla áhuga á Umhverfisþingi og efni þess – og á umhverfismálum almennt. Meðvitund um mikilvægi umhverfismála hefur stóraukist á stuttum tíma og það er fagnaðarefni.

Loftslagsmál, plast og náttúruvernd

Við megum aldrei gleyma því að við fengum Jörðina að láni og verðum að gæta hennar vel. Loftslagsmálin eru stærsta sameiginlega áskorun mannkyns en við búum einnig í heimi sem við höfum fyllt af plasti með tilheyrandi umhverfisáhrifum. Þessu verðum við að sporna gegn. Aðgerðaáætlunin í loftslagsmálum, sem kynnt var hér á landi í haust, markar mikilvæg skref í þessum efnum. Ég hlakka líka til að vinna með tillögur frá starfshópi um plastmengun sem ég skipaði í sumar og hefur nú afhent mér lista af aðgerðum um hvernig draga má úr notkun plasts, bæta endurvinnslu og minnka plastmengun í hafi.

Auk þess að vinna markvisst að aðgerðum vegna loftslagsbreytinga og plastmengunar verðum við að gæta náttúrunnar og vernda hana. Ísland státar af einstökum náttúruminjum sem eiga fáa sína líka á heimsvísu. Ábyrgð okkar á að varðveita þær er mikil. Í sáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um sérstakt átak í friðlýsingum og það er eitt af áherslumálum mínum sem ráðherra. Tengt átakinu verða á Umhverfisþinginu í dag m.a. kynntar niðurstöður umfangsmikillar rannsóknar sem Hagfræðistofnun HÍ var falið að vinna um efnahagsleg áhrif friðlýsinga á Íslandi, auk þess sem skýrt verður frá niðurstöðum um viðhorf almennings til miðhálendisþjóðgarðs. Fram undan er spennandi Umhverfisþing – spennandi tímar.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra.

Stórfundur VG með verkalýðsforystunni

Svæðisfélög Vinstri grænna á höfuðborgarsvæðinu boða til opins fundar um verkalýðsmál.

Frummælendur á fundinum verða:

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra
Drífa Snædal, forseti ASÍ
Sonja Ýr Þorbergsdótti, formaður BSRB
og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar

Fundarstjóri verður Ögmundur Jónasson, fyrrv. innanríkisráðherra og fyrrv. formaður BSRB

Fundurinn hefst kl. 11.00 og miðað er við að honum ljúki kl. 13.00

Boðið verður uppá súpu að fundi loknum.

Áfram opið á athugasemdir um aðgerðaáætlun í loftslagsmálum

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur ákveðið að framlengja frest til að skila inn umsögnum um aðgerðaáætlun í loftslagsmálum 2018 – 2030 til 15. nóvember næstkomandi.Upphaflegur frestur til að senda inn athugasemdir var til 1. nóvember síðastliðinn, en ákveðið var að verða við óskum um framlengdan frest.

Umsögnum skal skilað í gegn um Samráðsgátt Stjórnarráðsins.

Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum 2018 – 2030 í Samráðsgátt

Veltiár framundan

Okkur jarðarbúum gengur of hægt við að efla viðbrögð gegn hraðri hlýnun loftslags á heimsvísu. Þau snúast um að minnka losun gróðurhúsalofttegunda og samtímis að binda sem mest af kolefni. Breyttur landbúnaður, minni flutningar, minni skógvinnsla í stórum stíl en meiri skógrækt eru meðal lykilverkefna. Enn eitt lykilverkefnið er sjálfbærari orkuframleiðsla en nú tíðkast og tæknilegri stóriðja sem minnkar losun frá verksmiðjum.

Rýrnun jökla og hafíss er verulegt áhyggjuefni. Við það minnkar endur­varp sólgeislunar og dökkt land og haf drekkur í sig æ meiri varma.

Margt af þessu og skyldum efnum enduróma á ráðstefnum og fundum, t.d. skoðana- og fræðslutorginu sem opið er í Hörpu ár hvert: Arctic Circle. Þar kemur líka oft fram að rannsóknir eru orðnar nægar til þess að við getum aðhafst af skynsemi – að verkin eigi að tala án þess að rannsóknir minnki.

Markmið íslenskra stjórnvalda eru metnaðarfull. Að standa við skuldbindingar Parísarsamkomulagsins og gera auk þess Ísland kolefnishlutlaust fyrir árið 2040. Bæði eiga þau að hljóta þverpólitískt fulltingi þó svo menn greini á um leiðir. Þær finnum við með umræðum og virðingu fyrir staðreyndum. Fjármögnun aðgerða sem til þarf til þess að ná markmiðunum verður að ganga fyrir sumu af því sem við erum vön að vilja fjármagna. Neyslumynstur verður að breytast að ýmsu leyti.

Norðurslóðir eru lykilsvæði í andófinu gegn loftslagsbreytingum og við hér á landi í miðri hringiðunni. Á norðurslóðum verður að hægja á vinnslu jarðefnaeldsneytis og takmarka hana við 20% þekktra birgða í jörðu. Á heimsvísu verður að láta ? þekktra birgða liggja kyrrar. Um leið er afar brýnt að Norður-Íshafið og aðliggjandi haf- og strandsvæði verði virt sem vopnlaust svæði með alþjóðlegum samningum – svæði þar sem öryggi, leit og björgun er tryggð en hernaðaruppbygging látin eiga sig. Hafsvæði utan 200 mílna lögsögu verði undir alþjóðlegri stjórn og auðlindanýting þar sömuleiðis.

Norðurskautsráðið verður undir íslenskri stjórn frá 2019-2021 og þá hægt að komu mörgu góðu til leiðar eins og um verður búið í verkefnaskrá sem unnið hefur verið að.

Rafbílavæðing Reykjavíkur – fundur á eftir

Umræður um rafbílavæðingu Reykjavíkur á eftir, kl17 á Hallveigarstöðum

Guðmundur Ingi, umhverfis- og auðlindaráðherra,
Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi og formaður umhverfis og heilbrigðisráðs
Guðmundur Benedikt Friðriksson, skrifstofustjóri umhverfismála Rvk.

Öll velkomin

Skráning í málefnahópa

Málefnahópar sem munu starfa fyrir landsfund 2019.

Tillaga lögð fyrir flokksráðsfund í október 2018.

Bakhópur um stjórnarskrármál er þegar starfandi.

Tölvupóstfang

Símanúmer

Ég vil skrá mig í málefnahópinn:

Jafnréttismál
Matvælamál
Umhverfis- og orkumál
Heilbrigðismál
Kjaramál (Verkalýðs og Húsnæðismál)
Menntamál