Félagsmönnum í VGR fjölgar – ný stjórn í Reykjavík.

Steinar Harðarson, tók við sem formaður Vinstri Grænna í Reykjavík á framhaldsaðalfundi félagsins í gærkvöld.  Þetta er fyrsti fundurinn í VG-félagi, eftir að ný ríkisstjórn tók við.  Þar kom fram að félagsmönnum VG í Reykjavík hefur fjölgað um nærri 30 frá í september. Allir ráðherrar VG í ríkisstjórninni og aðrir þingmenn Reykjavíkurkjördæmanna fluttu  framsögur á fundinum og ræddu stjórnmálaástandið og fyrstu skref nýrrar ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Margir sóttu fundinn sem haldinn var í Vesturgötu 7. Þar var um stóru verkefnin framundan í samfélagsmálum á sviði ráðuneyta, umhverfis, heilbrigðis og forsætisráðuneytis, en einnig var ræddu þingmenn metoo byltinguna og hernaðarumsvif á Keflavíkurflugvelli.  Nýr umhverfisráðherra Guðmundur Ingi Guðbrandsson, hélt sitt fyrsta erindi fyrir félagsmenn í VG.  Fráfarandi stjórn voru þökkuð öflug störf  undir forystu Álfheiðar Ingadóttur, en félagið skilar góðu búi bæði félagslega og fjárhagslega eftir annasama tíma og tvennar kosningar. Nýja stjórn skipa. Steinar Harðarson, Þóra Magnea Magnúsdóttir,  Anna Friðriksdóttir, Hreindís Ylfa Garðarsdóttir, Orri Páll Jóhannsson, Ragnar Auðun Árnason, Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. Ragnar Karl Jóhannsson, Andrea Ósk Sigurbjörnsdóttir eru varamenn og stjórnin á eftir að skipta með sér verkum.