Rósa Björk Brynjólfsdóttir

Þinkona Suðvesturkjördæmis síðan 2016.

Fædd í Hafnarfirði 9. febrúar 1975. Foreldrar: J. Brynjólfur Hólm Ásþórsson (fæddur 4. febrúar 1954) smiður og Sigrún Baldursdóttir (fædd 11. apríl 1956) ritari. Maki: Kristján Guy Burgess (fæddur 31. mars 1973) framkvæmdastjóri. Foreldrar: Noel Burgess og Lára Ingibjörg Ólafsdóttir. Börn: Bjartur (2012), Snæfríður (2013). Dóttir Rósu Bjarkar og Ómars Jabalis: Amíra Snærós (2003).

Stúdentspróf MR 1995. DELF-próf í frönsku frá Université de Stendhal 1996. Leiðsögumannapróf frá Leiðsöguskóla Íslands 1998, gönguleiðsagnarpróf 2003. BA-próf í frönsku og fjölmiðlafræði HÍ 2000. Fjölmiðlafulltrúi fjármálaráðherra og fjármálaráðuneytisins 2010–2014. Framkvæmdastjóri þingflokks VG 2015–2016. Ritstjóri 19. júní 2005 og 2006.

Í stjórn Kvenréttindafélags Íslands 2003–2006. Í stjórn Barnaheimilisins Óss 2006–2007. Í stjórn VG síðan 2015.

Alþingismaður Suðvesturkjördæmis síðan 2016.

Varaþingmaður Suðvesturkjördæmis júní–júlí 2013, janúar–febrúar og apríl 2015, janúar og apríl 2016 (Vinstrihreyfingin – grænt framboð).

Efnahags- og viðskiptanefnd 2017, utanríkismálanefnd 2017–, umhverfis- og samgöngunefnd 2017–2019, atvinnuveganefnd 2019–.

Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins 2017– (formaður 2017–).

Fjárhagslegir hagsmunir og trúnaðarstörf utan þings

Þingmaðurinn hefur enga fjárhagslega hagsmuni sem reglurnar taka til.