Rósa Björk Brynjólfsdóttir

Þinkona Suðvesturkjördæmis síðan 2016.

Fædd í Hafnarfirði 9. febrúar 1975. Foreldrar: J. Brynjólfur Hólm Ásþórsson (fæddur 4. febrúar 1954) smiður og Sigrún Baldursdóttir (fædd 11. apríl 1956) ritari. Maki: Kristján Guy Burgess (fæddur 31. mars 1973) framkvæmdastjóri. Foreldrar: Noel Burgess og Lára Ingibjörg Ólafsdóttir. Börn: Bjartur (2012), Snæfríður (2013). Dóttir Rósu Bjarkar og Ómars Jabalis: Amíra Snærós (2003).

Stúdentspróf MR 1995. DELF-próf í frönsku frá Université de Stendhal 1996. Leiðsögumannapróf frá Leiðsöguskóla Íslands 1998, gönguleiðsagnarpróf 2003. BA-próf í frönsku og fjölmiðlafræði HÍ 2000. Fjölmiðlafulltrúi fjármálaráðherra og fjármálaráðuneytisins 2010–2014. Framkvæmdastjóri þingflokks VG 2015–2016. Ritstjóri 19. júní 2005 og 2006.

Í stjórn Kvenréttindafélags Íslands 2003–2006. Í stjórn Barnaheimilisins Óss 2006–2007. Í stjórn VG síðan 2015.

Alþingismaður Suðvesturkjördæmis síðan 2016.

Varaþingmaður Suðvesturkjördæmis júní–júlí 2013, janúar–febrúar og apríl 2015, janúar og apríl 2016 (Vinstrihreyfingin – grænt framboð).

Efnahags- og viðskiptanefnd 2017, utanríkismálanefnd 2017–, umhverfis- og samgöngunefnd 2017–2019, atvinnuveganefnd 2019–.

Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins 2017– (formaður 2017–).

Fjárhagslegir hagsmunir og trúnaðarstörf utan þings

Þingmaðurinn hefur enga fjárhagslega hagsmuni sem reglurnar taka til.

Þessi síða styðst við vafrakökur (cookies) til að bæta virkni síðunnar. Með því að vafra um síðuna samþykkir þú notkun þeirra.