Formaður VG – forsætisráðherra og sveitarstjórnarbaráttan

Katrín Jakobsdóttir, formaður VG og  forsætisráðherra tekur virkan þátt í kosningabaráttu Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs næstu daga og heimsækir VG-framboð víða um land, alla þessa viku og fram á Hvítasunnuhelgina.

Í kvöld klukkan átta, tekur Katrín þátt í baráttufundi í Keflavík með Dagnýju Öldu Steinsdóttur og félögum, en Dagný er oddviti VG og óháðra í Reykjanesbæ.  Á morgun verður Katrín á hádegisfundi í Árborg, þar sem Halldór Pétur Þorsteinsson, leiðir lista VG. Síðar sama dag liggur leiðin í Borgarnes á fund með VG í Borgarbyggð, en Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir, fer fyrir VG í Borgarbyggð.  Á föstudag fer forsætisráðherra til fundar við VG og óháða í Skagafirði. En þar er oddviti Bjarni Jónsson.

Katrín Jakobsdóttir verður svo til viðtals í kosningamiðstöðinni í Hafnarfirði á laugardag kl 14, með Elvu Dögg Ásudóttur  Kristinsdóttur, Hafnarfjarðaroddvita og í Mosfellsbæ, með Bjarka Bjarnasyni, Mosfellsoddvita, um kl 15.